Tíu búrhvalir í botni Steingrímsfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 24. apríl 2012 17:14 Myndir af tíu búrhvölum náðust á innanverðum Steingrímsfirði í gær. Myndatökumaðurinn segist aldrei hafa séð annað eins og það hafi verið magnað að fylgja hvölunum eftir. Hvalasérfræðingur segir þessa hegðun búrhvala mjög óvenjulega. Hvalavaðan var nánast inni í botni Steingrímsfjarðar, vel fyrir innan Hólmavík og lengst af á móts við bæinn Bassastaði, að sögn Jóns Halldórssonar, landpósts á Hólmavík, sem tók myndir síðdegis í gær af hvölunum en myndband af þeim verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón sá hvalina fyrst úr landi í gærmorgun en fékk síðan kunningja sinn, Benedikt Pétursson, til að skutla sér á bát út á fjörðinn að loknum vinnudegi. Þeir sögðust strax vera vissir um að þetta væru búrhvalir og það staðfestir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknarstofnunarinnar, eftir að hafa séð myndirnar. Jón segir að þeir hafi fylgt hvölunum eftir í um það bil klukkustund og kveðst aldrei fyrr hafa séð annað eins. Það hafi verið magnað að sjá þetta. Gísli Víkingsson segir mjög óvenjulegt að sjá búrhvali svo langt inni á firði enda haldi þeir sig yfirleitt langt úti á hafi og á djúpsævi. Gísli minnist þess þó að árið 1994 hafi 6-7 búrhvali rekið á land á Ströndum og þeir drepist og tveimur árum áður hafi svipaður atburður orðið á Langanesi. Gísli segir erfitt að skýra hvað valdi því að búrhvalir sjáist þarna á grunnsævi inni á firði. Þeir kafi dýpst allra spendýra, niður á allt að 2ja kílómetra dýpi og geti haldið niðri í sér andanum í eina og hálfa til tvær klukkustundir. Búrhvalir verða allt að átján metra langir. Dýr Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Myndir af tíu búrhvölum náðust á innanverðum Steingrímsfirði í gær. Myndatökumaðurinn segist aldrei hafa séð annað eins og það hafi verið magnað að fylgja hvölunum eftir. Hvalasérfræðingur segir þessa hegðun búrhvala mjög óvenjulega. Hvalavaðan var nánast inni í botni Steingrímsfjarðar, vel fyrir innan Hólmavík og lengst af á móts við bæinn Bassastaði, að sögn Jóns Halldórssonar, landpósts á Hólmavík, sem tók myndir síðdegis í gær af hvölunum en myndband af þeim verður sýnt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jón sá hvalina fyrst úr landi í gærmorgun en fékk síðan kunningja sinn, Benedikt Pétursson, til að skutla sér á bát út á fjörðinn að loknum vinnudegi. Þeir sögðust strax vera vissir um að þetta væru búrhvalir og það staðfestir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknarstofnunarinnar, eftir að hafa séð myndirnar. Jón segir að þeir hafi fylgt hvölunum eftir í um það bil klukkustund og kveðst aldrei fyrr hafa séð annað eins. Það hafi verið magnað að sjá þetta. Gísli Víkingsson segir mjög óvenjulegt að sjá búrhvali svo langt inni á firði enda haldi þeir sig yfirleitt langt úti á hafi og á djúpsævi. Gísli minnist þess þó að árið 1994 hafi 6-7 búrhvali rekið á land á Ströndum og þeir drepist og tveimur árum áður hafi svipaður atburður orðið á Langanesi. Gísli segir erfitt að skýra hvað valdi því að búrhvalir sjáist þarna á grunnsævi inni á firði. Þeir kafi dýpst allra spendýra, niður á allt að 2ja kílómetra dýpi og geti haldið niðri í sér andanum í eina og hálfa til tvær klukkustundir. Búrhvalir verða allt að átján metra langir.
Dýr Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira