Sprengjutilræðið í Osló sett á svið 24. apríl 2012 12:08 Úr myndbandi sem lögreglan í Osló setti saman. mynd/NRK Öryggisvörður sem var í stjórnarbyggingu í Osló þegar bílasprengja fjöldamorðingjans Anders Breiviks sprakk segist hafa verið að kanna númeraplötu bílsins þegar hörmungarnar dundu yfir. Réttarhöldin yfir Breivik halda áfram í dag og verða þeir sem urðu vitni að sprengingunni í stjórnarráðshverfinu í Osló kallaðir í vitnastúku. Öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen, sem bar vitni í morgun fyrstur allra, lýsti því þegar hann sá Breivik á eftirlitsmyndum leggja hvítri sendibifreið. Tor var í þann mund að fá nærmynd af númeraplötu bílsins þegar sprengingin varð en hann vildi ganga úr skugga um hvort Breivik hefði leyfi til að leggja á svæðinu. Margar eftirlitsmyndavélar hættu að virka, Tor heyrði mikinn gný og fann hvernig byggingin skalf og nötraði. Þegar út var komið fannst Tor, sem er fyrrum hermaður, hann vera staddur á stríðssvæði. Öryggisvörðurinn talaði um samstarfsmann sinn sem var á meðal þeirra átta sem létust í sprengingunni og nefndi aðra sem eru öryrkjar í dag vegna andlegs ástands.Anders Behring Breivikmynd/APVerkfræðingurinn Svein Olav Christensen, sem kom í vitnastúku á eftir Tor lýsti sprengjunni ítarlega og sýndi viðstöddum mynd af tveggja metra víðri holu sem myndaðist í sprengingunni. Þá hefur lögreglumaðurinn Tor Langli einnig borið vitni en hann lýsti þeirri ringulreið sem ríkti í Osló eftir voðaverkin. Hann hafi í fyrstu fengið þær upplýsingar að tveir menn hefðu verið að verki og að viðbúið væri að tvær sprengjur til viðbótar ættu eftir að springa. Breivik sjálfur er viðstaddur réttarhöldin í dag en hann er sagður hlusta á vitnaleiðslurnar án þess að sýna vott af tilfinningum. Tæknimenn lögreglunnar í Osló hafa nú sett sprenginguna á svið og mynduðu með háhraða myndavélum. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan. Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Öryggisvörður sem var í stjórnarbyggingu í Osló þegar bílasprengja fjöldamorðingjans Anders Breiviks sprakk segist hafa verið að kanna númeraplötu bílsins þegar hörmungarnar dundu yfir. Réttarhöldin yfir Breivik halda áfram í dag og verða þeir sem urðu vitni að sprengingunni í stjórnarráðshverfinu í Osló kallaðir í vitnastúku. Öryggisvörðurinn Tor Inge Kristoffersen, sem bar vitni í morgun fyrstur allra, lýsti því þegar hann sá Breivik á eftirlitsmyndum leggja hvítri sendibifreið. Tor var í þann mund að fá nærmynd af númeraplötu bílsins þegar sprengingin varð en hann vildi ganga úr skugga um hvort Breivik hefði leyfi til að leggja á svæðinu. Margar eftirlitsmyndavélar hættu að virka, Tor heyrði mikinn gný og fann hvernig byggingin skalf og nötraði. Þegar út var komið fannst Tor, sem er fyrrum hermaður, hann vera staddur á stríðssvæði. Öryggisvörðurinn talaði um samstarfsmann sinn sem var á meðal þeirra átta sem létust í sprengingunni og nefndi aðra sem eru öryrkjar í dag vegna andlegs ástands.Anders Behring Breivikmynd/APVerkfræðingurinn Svein Olav Christensen, sem kom í vitnastúku á eftir Tor lýsti sprengjunni ítarlega og sýndi viðstöddum mynd af tveggja metra víðri holu sem myndaðist í sprengingunni. Þá hefur lögreglumaðurinn Tor Langli einnig borið vitni en hann lýsti þeirri ringulreið sem ríkti í Osló eftir voðaverkin. Hann hafi í fyrstu fengið þær upplýsingar að tveir menn hefðu verið að verki og að viðbúið væri að tvær sprengjur til viðbótar ættu eftir að springa. Breivik sjálfur er viðstaddur réttarhöldin í dag en hann er sagður hlusta á vitnaleiðslurnar án þess að sýna vott af tilfinningum. Tæknimenn lögreglunnar í Osló hafa nú sett sprenginguna á svið og mynduðu með háhraða myndavélum. Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira