Ellefu stuðningsmenn ítalska fótboltaliðsins Genoa létu afar ófriðlega á áhorfendapöllunum gegn Siena s.l. sunnudag og ítalska knattspyrnusambandið tók afar hart á hegðun þeirra. Stuðningsmennirnir fá ekki að stíga fæti inn á áhorfendasvæðin á ítölskum fótboltavöllum næstu fimm árin.
Gera þurfti hálftíma hlé á leik Genoa og Siena s.l. sunnudag vegna óláta stuðningsmanna Genoa. Þeir kröfðust þess m.a. að fá keppnistreyjur liðsmanna Genoa þar sem þeir ættu það ekki skilið að fá að klæðast búningi félagsins. Að auki var öllu lauslegu grýtt inn á leikvöllinn. Ólætin hófust í stöðunni 4-0 fyrir Siena.
Forráðamenn Genoa verða fyrir tekjutapi af þessum sökum þar sem að liðið þarf að leika tvo síðustu heimaleikina fyrir luktum dyrum. Genoa er í fjórða neðsta sæti deildarinnar 36 stig en þar fyrir neðan er Lecce með 35 stig. Novara er með 25 stig og neðst er Cesena með 22 stig.
Ellefu stuðningsmenn Genoa fengu fimm ára bann

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn


