Alonso öskureiður út í Rosberg Birgir Þór Harðarson skrifar 23. apríl 2012 17:00 Fernando Alonso, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist vera afar óánægður með að Nico Rosberg hafi komist upp með glannaskap í kappakstrinum í Barein í gær. Framganga Nico Rosberg þótti full glæfraleg þegar hann varði stöðu sína í tvígang. Fyrst gegn Lewis Hamilton sem komst fram úr honum með því að fara út fyrir brautina og síðar í kappakstrinum gegn Alonso sem var ekki svo heppinn að komast framúr. "Ef það hefði verið veggur þarna væri ég örugglega ekki að segja ykkur hversu óánægður ég er núna," sagði Alonso eftir kappaksturinn. Rosberg vildi ekki tjá sig um atvikið. Það gerði Hamilton ekki heldur. Dómurum í Barein þótti Rosberg full ákafur og skoðuðu atvikið eftir kappaksturinn en komust að niðurstöðu um að Rosberg hafi ekki gerst brotlegur. Alonso vill hins vegar meina að ökumaður sem verji stöðu sína verði alltaf að gefa nægt pláss fyrir hinn til að komast framúr. Alonso tvítaði í gærkvöldi og var mjög óánægður með niðurstöðu dómaranna. "Ég held að þið munið hafa gaman af mótunum í framtíðinni. Það má verja stöðu sína í brautinni eins og maður vill og það má taka framúr fyrir utan brautina! Góða skemmtun!" Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist vera afar óánægður með að Nico Rosberg hafi komist upp með glannaskap í kappakstrinum í Barein í gær. Framganga Nico Rosberg þótti full glæfraleg þegar hann varði stöðu sína í tvígang. Fyrst gegn Lewis Hamilton sem komst fram úr honum með því að fara út fyrir brautina og síðar í kappakstrinum gegn Alonso sem var ekki svo heppinn að komast framúr. "Ef það hefði verið veggur þarna væri ég örugglega ekki að segja ykkur hversu óánægður ég er núna," sagði Alonso eftir kappaksturinn. Rosberg vildi ekki tjá sig um atvikið. Það gerði Hamilton ekki heldur. Dómurum í Barein þótti Rosberg full ákafur og skoðuðu atvikið eftir kappaksturinn en komust að niðurstöðu um að Rosberg hafi ekki gerst brotlegur. Alonso vill hins vegar meina að ökumaður sem verji stöðu sína verði alltaf að gefa nægt pláss fyrir hinn til að komast framúr. Alonso tvítaði í gærkvöldi og var mjög óánægður með niðurstöðu dómaranna. "Ég held að þið munið hafa gaman af mótunum í framtíðinni. Það má verja stöðu sína í brautinni eins og maður vill og það má taka framúr fyrir utan brautina! Góða skemmtun!"
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira