Geir heitt í hamsi: Dómurinn fáránlegur og sprenghlægilegur Boði Logason skrifar 23. apríl 2012 14:46 Geir ræddi við blaðamenn í Þjóðmenningarhúsinu í dag. mynd/frikki þór „Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var þungur á brún og heitt í hamsi þegar hann ræddi við fréttamenn. „Það er sýknað þegar kemur að öllum efnisatriðum í málinu. Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu, og svo vægilegt er það, að ekki er refsað fyrir það. Þetta smáatriði er formsatriði og formbrot. Sá dómur er fáránlegur, og reyndar er hann meira en það - hann er sprenghlægilegur. Það er verulega merkilegt að níu dómarar í Landsdómi dæmi fyrir slíkt formbrot. Ef ég hef verið sekur um að brjóta stjórnarskránna, hvað þetta varðar, þá hafa allir forsætisráðherrar landsins frá því að Íslendingar fengu fullveldi, gerst sekir um það sama. Ég er sekur fyrir hönd þeirra alla," sagði Geir. Þá sagði hann að það væri stórfurðulegt að pólitíkin í landinu hefði laumað sér inn í þennan virðulega dómstól. „Ég lýsti því yfir þegar þetta mál var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms og reis ekki gegn því trausti. Pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn, frekar en hrein lögfræðileg atriði." Geir sendi frá sér yfirlýsingu sem má lesa í viðhengi með þessari frétt. Landsdómur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Engin uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Sjá meira
„Ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með þennan dóm," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra við fréttamenn eftir dómsuppkvaðninguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Geir var sakfelldur í einum ákærulið af fjórum og snýr sá liður að því að því að hafa ekki haldið ráðherrafundi um mikilvæg málefni. Geir var þungur á brún og heitt í hamsi þegar hann ræddi við fréttamenn. „Það er sýknað þegar kemur að öllum efnisatriðum í málinu. Það er sakfellt fyrir eitt smáatriði í þessu, og svo vægilegt er það, að ekki er refsað fyrir það. Þetta smáatriði er formsatriði og formbrot. Sá dómur er fáránlegur, og reyndar er hann meira en það - hann er sprenghlægilegur. Það er verulega merkilegt að níu dómarar í Landsdómi dæmi fyrir slíkt formbrot. Ef ég hef verið sekur um að brjóta stjórnarskránna, hvað þetta varðar, þá hafa allir forsætisráðherrar landsins frá því að Íslendingar fengu fullveldi, gerst sekir um það sama. Ég er sekur fyrir hönd þeirra alla," sagði Geir. Þá sagði hann að það væri stórfurðulegt að pólitíkin í landinu hefði laumað sér inn í þennan virðulega dómstól. „Ég lýsti því yfir þegar þetta mál var dómtekið, og á fyrri stigum málsins, að ég bæri fullt traust til Landsdóms og reis ekki gegn því trausti. Pólitísk sjónarmið laumuðu sér inn í réttinn, frekar en hrein lögfræðileg atriði." Geir sendi frá sér yfirlýsingu sem má lesa í viðhengi með þessari frétt.
Landsdómur Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Engin uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Sjá meira