Einstök uppákoma átti sér stað í leik Napoli og Novara þegar dómara tókst á einhvern ótrúlegan hátt að fara úr axlarlið við það eitt að dæma aukaspyrnu.
Atvikið átti sér stað undir lok leiksins og varð að gera 20 mínútna hlé á leiknum á meðan.
Dómaranum tókst þó að klára lokamínúturnar og blása leikinn af.
Þessa skringilegu uppákomu má sjá í myndbandinu hér að ofan.

