Vettel sótti sigur í fyrsta sinn í ár Birgir Þór Harðarson skrifar 22. apríl 2012 15:14 Vettel var ánægður með að komast aftur á efsta þrep verðlaunapallsins. nordicphotos/afp Sebastian Vettel sótti fyrsta sigur sinn á árinu í kappakstrinum í Barein í dag. Finninn Kimi Raikkönen og liðsfélagi hans Roman Grosjean hjá Lotus urðu í öðru og þriðja sæti. Raikkönen átti tækifæri til að fara fram úr Vettel undir lok mótsins en nýtti það ekki. Hann sagði á blaðamannafundi eftir mótið hafa gert ein afdrifarík mistök í fyrsta hring þegar hann missti bíl fram úr sér. "Ég þurfti að taka fram úr honum og það tók tíma." Red Bull liðið sótti jafnfram fjórða sætið í mótinu því Mark Webber ók fjórða Renault-knúna bílnum í röð yfir endamarkið. Nico Rosberg varð fimmti eftir að hafa komist fram úr Paul di Resta þegar um það bil 10 hringir voru eftir. Di Resta lauk mótinu í sjötta sæti sem verður að teljast góður árangur eftir að Force India liðið sá sér ekki kleift að aka á seinni æfingu föstudagsins. Rosberg var mjög ákafur í mótinu og varði stöðu sína grimmilega í tvö skipti. Í fyrra skiptið þurfti Lewis Hamilton að fara út fyrir brautina til að taka fram úr honum og lenda ekki í árekstri. Í seinna skiptið reyndið Fernando Alonso sama bragð en mistókst. Keppnin var nokkuð spennandi og réðst á keppnisáætlun liðanna. Niðurstöður mótsins gætu hins vegar breyst því úrskurður dómara í málum Lewis Hamilton, Nico Rosberg og Fernando Alonso er enn beðið. Alonso lauk mótinu í sjöunda sæti á undan Lewis Hamilton og liðsfélaga sínum Felipe Massa. Michael Schumacher krækti í síðasta stigið í mótinu í tíunda sæti, eftir að hafa ræst í 22. sæti. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel sótti fyrsta sigur sinn á árinu í kappakstrinum í Barein í dag. Finninn Kimi Raikkönen og liðsfélagi hans Roman Grosjean hjá Lotus urðu í öðru og þriðja sæti. Raikkönen átti tækifæri til að fara fram úr Vettel undir lok mótsins en nýtti það ekki. Hann sagði á blaðamannafundi eftir mótið hafa gert ein afdrifarík mistök í fyrsta hring þegar hann missti bíl fram úr sér. "Ég þurfti að taka fram úr honum og það tók tíma." Red Bull liðið sótti jafnfram fjórða sætið í mótinu því Mark Webber ók fjórða Renault-knúna bílnum í röð yfir endamarkið. Nico Rosberg varð fimmti eftir að hafa komist fram úr Paul di Resta þegar um það bil 10 hringir voru eftir. Di Resta lauk mótinu í sjötta sæti sem verður að teljast góður árangur eftir að Force India liðið sá sér ekki kleift að aka á seinni æfingu föstudagsins. Rosberg var mjög ákafur í mótinu og varði stöðu sína grimmilega í tvö skipti. Í fyrra skiptið þurfti Lewis Hamilton að fara út fyrir brautina til að taka fram úr honum og lenda ekki í árekstri. Í seinna skiptið reyndið Fernando Alonso sama bragð en mistókst. Keppnin var nokkuð spennandi og réðst á keppnisáætlun liðanna. Niðurstöður mótsins gætu hins vegar breyst því úrskurður dómara í málum Lewis Hamilton, Nico Rosberg og Fernando Alonso er enn beðið. Alonso lauk mótinu í sjöunda sæti á undan Lewis Hamilton og liðsfélaga sínum Felipe Massa. Michael Schumacher krækti í síðasta stigið í mótinu í tíunda sæti, eftir að hafa ræst í 22. sæti.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira