Möguleikar Inter á að komast í Meistaradeildina minnkuðu nokkuð í dag er liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Fiorentina.
Inter er því enn í sjöunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og þarf talsvert að breytast eigi liðið að komast inn í Meistaradeildina.
Leikurinn var frekar tilþrifalítill en fast var tekist á eins og átta gul spjöld bera vott um.

