Handbolti

Einar: Erum í þessu til að ná árangri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, kann ágætlega við riðilinn sem Ísland fékk í undankeppni EM 2014.

Ísland verður í riðli með Slóveníu, Hvíta-Rússlandi og sigurvegara C-riðils forkeppninnar en það kemur í ljós í júní hvaða lið muni bera sigur úr býtum í þeim riðli.

Einar var viðstaddur þegar dregið var í Kaupmannahöfn í dag. „Riðillinn gæti verið verri - það voru til dæmis mjög sterk lið bæði í 4. og 7. riðli," sagði Einar.

„Ég myndi svo tippa á að fjórða liðið í riðlinum verði Rúmenía og því ljóst að riðillinn verður sterkur. En þannig er það alltaf. Síðast þurftum við að spila við Noreg og Austurríki."

Ef Rúmenía verður fjórða liðið í riðlinum þarf Ísland að fara í löng ferðalög í alla útileikina. „Það er auðvitað dýrt en er einfaldlega hluti af þessu. Við erum í þessu til að ná árangri og gerum bara það sem þarf."


Tengdar fréttir

Ísland í riðli með Slóveníu og Hvíta-Rússlandi

Ísland verður í sterkum riðli í undankeppni Evrópumeistaramótsins í Danmörku sem hefst nú í haust. Strákaranir okkar verða í riðli með Slóveníu, Hvíta-Rússlandi og einu liði úr forkeppninni sem fer fram í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×