Handbolti

AG sker niður launakostnað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mikkel Hansen í leik með AG.
Mikkel Hansen í leik með AG. Nordic Photos / Getty Images
Jesper Nielsen, eigandi AG í Kaupmannahöfn, segir að félagið muni lækka launakostnað talsvert eftir að tímabilinu lýkur í vor.

Hann sagði í samtali við danska fjölmiðla að dýrir leikmenn væru á leið frá liðinu í sumar og að launalægri myndu koma í þeirra stað. Þetta séu til að mynda þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Rene Toft Hansen sem fara til Kiel í sumar. Þá er einnig líklegt að Ólafur Stefánsson hætti í lok tímabilsins.

„Launakostnður þetta tímabilið er samtals 23 milljónur [danskra] króna," sagði hann en það er um hálfur milljarður króna. „Eftir sumarið verður hann 18,5 milljónir króna."

Fredrik Petersen og Carlos Prieto munu koma til liðsins í sumar en Nielsen sagði að þeir væru þrátt fyrir það ekki endilega lakari leikmenn.

Nielsen sagði enn fremur að nokkrir núverandi leikmenn væru reiðbúnir að framlengja sína samninga og taka á sig launalækkun.

„Með þessu verður auðveldara að lokka betri leikmenn til félagsins í framtíðinni," sagði Nielsen og sagðist vera vongóður um að Kim Andersson kæmi til félagsins í sumar frá Kiel.

„Andersson er samningsbundinn Kiel til 2013 en hefur óskað eftir því að fá að fara frá félaginu strax í sumar," sagði Nielsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×