Tiger komst ekki í gegnum niðurskurðinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. maí 2012 19:30 Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er úr leik á PGA-mótinu sem nú fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu. Þetta er hans fyrsta mót eftir Masters-mótið í síðasta mánuði. Woods var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en náði þó ekki að vera í hópi þeirra 74 kylfinga sem komust áfram á þriðja keppnisdaginn. „Þetta er pirrandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en tilfinningin er alltaf jafn vond," sagði Tiger sem spilaði á 73 höggum á öðrum keppnisdegi. Honum gekk illa á Masters og virðist vera nokkuð frá sínu besta um þessar mundir. Þetta er í áttunda sinn á PGA-mótaröðinni sem Woods kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það gerðist fjórum sinnum á þeim 231 móti sem hann tók þátt í áður en upp komst um framhjáhald hans síðla árs 2009. Eftir að hann byrjaði að keppa á ný hefur hann spilað í 36 PGA-mótum en ekki komist í gegnum niðurskurðinn í fjórum þeirra. Nick Watney er með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana en hann spilaði á 64 höggum í gær. Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods er úr leik á PGA-mótinu sem nú fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu. Þetta er hans fyrsta mót eftir Masters-mótið í síðasta mánuði. Woods var aðeins einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en náði þó ekki að vera í hópi þeirra 74 kylfinga sem komust áfram á þriðja keppnisdaginn. „Þetta er pirrandi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en tilfinningin er alltaf jafn vond," sagði Tiger sem spilaði á 73 höggum á öðrum keppnisdegi. Honum gekk illa á Masters og virðist vera nokkuð frá sínu besta um þessar mundir. Þetta er í áttunda sinn á PGA-mótaröðinni sem Woods kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Það gerðist fjórum sinnum á þeim 231 móti sem hann tók þátt í áður en upp komst um framhjáhald hans síðla árs 2009. Eftir að hann byrjaði að keppa á ný hefur hann spilað í 36 PGA-mótum en ekki komist í gegnum niðurskurðinn í fjórum þeirra. Nick Watney er með forystu eftir fyrstu tvo keppnisdagana en hann spilaði á 64 höggum í gær.
Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira