Handbolti

Heldur mögnuð sigurganga Heidi Löke áfram?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heidi Löke.
Heidi Löke. Mynd/AFP
Heidi Löke, línumaður norska kvennalandsliðsins í handbolta sem og ungverska liðsins Györ, þekkir lítið annað en að vinna gull með sínum liðum og hefur sigurganga hennar undanfarin þrjú tímabil verið lyginni líkast, bæði með félagsliði sínu og landsliði.

Heidi Löke er nú komin alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar með Györ-liðinu. en Löke vann einmitt meistaradeildina með Larvik í fyrra. Györ mætir Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi í úrslitaleikjunum og fer sá fyrri fram um helgina.

Norska Dagblaðið hefur reiknað það út að í árslok gæti Löke verið búin að vinna fimmtán af sextán mögulegum titlum frá og með árinu 2010.

Löke hefur þegar unnið ellefu titla á þessum þremur tímabilum en Györ á enn möguleika á því að bæta við tveimur titlum á þessu tímabili auk þess að framundan eru tvö stórmót hjá norska landsliðinu, Ólympíuleikar í ágúst og Evrópukeppni í desember.

Löke hefur aðeins misst af einum titli á þessum tíma en Larvik tapaði í undanúrslitum Meistaradeildarinnar vorið 2010.

Titlar Heidi Löke frá 2010:

2010 með Larvik (3 titlar)

Norskur meistari, bikarmeistari, deildarmeistari.

2010 með Noregi (1 titill)

Evrópumeistari

2011 með Larvik (4 titlar)

Meistaradeildin, norskur meistari, bikarmeistari, deildarmeistari.

2011 með Noregi (1 titill)

Heimsmeistari

2012 með Györ (2 titlar)

Bikarmeistari, deildarmeistari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×