Nýliðar KV, Knattspyrnufélags Vesturbæjar, byrja vel í 2. deild karla í fótbolta því þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína með markatölunni 8-1. Reynismenn úr Sandgerði með Grétar Ólaf Hjartarson eru einnig með fullt hús eftir útisigur í Njarðvík í dag.
Brynjar Orri Bjarnason skoraði tvö mörk í 4-1 sigri KV á Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli en hin mörkin skoruðu þeir Einar Már Þórisson og Einar Bjarni Ómarsson. Fjarðabyggð minnkaði muninn í uppbótartíma.
Grétar Ólafur Hjartason skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Reynis í fyrstu umferðinni og kom sínum m-önnum í 1-0 á móti Njarðvík í dag. Þannig var staðan þar til að Daníel Benediktsson innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.
Gróttumenn unnu 3-1 sigur á KFR en Pétur Theódór Árnason tryggði Seltirningum sigurinn með tveimur mörkum með fjögurra mínútna millibili undir lok leiksins.
Úrslit og markaskorarar í 2. deild karla:
Fjarðabyggð - KV 1-4
0-1 Brynjar Orri Bjarnason (17.), 0-2 Einar Már Þórisson (65.), 0-3 Brynjar Orri Bjarnason (79.), 0-4 Einar Bjarni Ómarsson (81.), 1-4 Dejan Miljkovic (90.+4).
Njarðvík - Reynir S. 0-2
0-1 Grétar Ólafur Hjartarson (16.), 0-2 Daníel Benediktsson (90.+2)
KF - Afturelding 0-0
Grótta - KFR 3-1
0-1 Lárus Viðar Stefánsson (6.), 1-1 Jónmundur Grétarsson, víti (21.), 2-1 Pétur Theódór Árnason (77.) , 3-1 Pétur Theódór Árnason (81.)
Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.
Grétar skorar áfram fyrir Reyni - KV byrjar afar vel í 2. deildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1





Bayern varð sófameistari
Fótbolti