Nýliðar KV, Knattspyrnufélags Vesturbæjar, byrja vel í 2. deild karla í fótbolta því þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína með markatölunni 8-1. Reynismenn úr Sandgerði með Grétar Ólaf Hjartarson eru einnig með fullt hús eftir útisigur í Njarðvík í dag.
Brynjar Orri Bjarnason skoraði tvö mörk í 4-1 sigri KV á Fjarðabyggð á Eskifjarðarvelli en hin mörkin skoruðu þeir Einar Már Þórisson og Einar Bjarni Ómarsson. Fjarðabyggð minnkaði muninn í uppbótartíma.
Grétar Ólafur Hjartason skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Reynis í fyrstu umferðinni og kom sínum m-önnum í 1-0 á móti Njarðvík í dag. Þannig var staðan þar til að Daníel Benediktsson innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.
Gróttumenn unnu 3-1 sigur á KFR en Pétur Theódór Árnason tryggði Seltirningum sigurinn með tveimur mörkum með fjögurra mínútna millibili undir lok leiksins.
Úrslit og markaskorarar í 2. deild karla:
Fjarðabyggð - KV 1-4
0-1 Brynjar Orri Bjarnason (17.), 0-2 Einar Már Þórisson (65.), 0-3 Brynjar Orri Bjarnason (79.), 0-4 Einar Bjarni Ómarsson (81.), 1-4 Dejan Miljkovic (90.+4).
Njarðvík - Reynir S. 0-2
0-1 Grétar Ólafur Hjartarson (16.), 0-2 Daníel Benediktsson (90.+2)
KF - Afturelding 0-0
Grótta - KFR 3-1
0-1 Lárus Viðar Stefánsson (6.), 1-1 Jónmundur Grétarsson, víti (21.), 2-1 Pétur Theódór Árnason (77.) , 3-1 Pétur Theódór Árnason (81.)
Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.
Grétar skorar áfram fyrir Reyni - KV byrjar afar vel í 2. deildinni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti



Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti