Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. maí 2012 15:51 Villti laxinn verður sífellt eftirsóttari sem matfiskur enda talinn mun hollari en eldislax. Mynd/Garðar Snarhækkandi verð á villtum laxi á heimsmarkaði leiðir til þess að erfiðara er að kaupa upp netalagnir í íslenskum ám. Þetta má fræðast um í athyglisverðri grein Haraldar Eiríkssonar á vef Stangaveiðfélags Reykjavíkur, svfr.is. Haraldur segir að flestir samningar um netaleigu í Hvítá og Ölfusá séu útrunnir án þess að hafa verið endurnýjaðir. Á meðan netin hafi verið tekin upp hafi laxagengd á vatnasvæðinu aukist og veiðimenn fundið fyrir því í hækkandi verði. Nú séu hins vegar blikur á lofti. "Verð á villtum laxi hefur stórhækkað undanfarið, og berast fréttir af því að nú megi hreinlega fá stórfé fyrir netaveiddan villtan lax. Ástæðan er meðal annars sú að hann er talinn mun hollari en sá sem alinn er, fituhlutfall er langtum minna og engin aukaefni fyrir hendi, svo sem PCB," segir Haraldur sem kveður kílóverð á villtum lax í verslun Harrods í London nú í vor hafa verið jafnvirði rúmlega 20 þúsund króna. "Samkvæmt heimildum ritstjóra þessa vefs þá hefur nokkrum netabændum á Suðurlandi borist kauptilboð í allan netaveiddan lax sem hægt er að koma höndum yfir á komandi sumri. Verðin eru hærri en sést hafa í nokkurn tíma sem ekki mun letja landeigendur til veiðanna. Þetta eru vondar fréttir fyrir stangaveiðimenn er unna svæðinu og bergvatnsánum sem til Hvítár renna. En einna helst eru þetta vond tíðindi fyrir þá landeigendur sem byggja sína afkomu af stangaveiði á svæðinu, því ef rétt reynist að verð á netaveidda laxinum fari hækkandi, þá mun það erfiða mjög baráttu þeirra sem vilja netin á þurrt. Því má spyrja sig hvort að það tækifæri sem gafst á tímum netaleigu SVFR sé einfaldlega runnið mönnum úr greipum?" skrifar Haraldur sem er ritstjóri svfr.is þar sem nánar má lesa um málið. Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Af stórlöxum í Nesi Veiði
Snarhækkandi verð á villtum laxi á heimsmarkaði leiðir til þess að erfiðara er að kaupa upp netalagnir í íslenskum ám. Þetta má fræðast um í athyglisverðri grein Haraldar Eiríkssonar á vef Stangaveiðfélags Reykjavíkur, svfr.is. Haraldur segir að flestir samningar um netaleigu í Hvítá og Ölfusá séu útrunnir án þess að hafa verið endurnýjaðir. Á meðan netin hafi verið tekin upp hafi laxagengd á vatnasvæðinu aukist og veiðimenn fundið fyrir því í hækkandi verði. Nú séu hins vegar blikur á lofti. "Verð á villtum laxi hefur stórhækkað undanfarið, og berast fréttir af því að nú megi hreinlega fá stórfé fyrir netaveiddan villtan lax. Ástæðan er meðal annars sú að hann er talinn mun hollari en sá sem alinn er, fituhlutfall er langtum minna og engin aukaefni fyrir hendi, svo sem PCB," segir Haraldur sem kveður kílóverð á villtum lax í verslun Harrods í London nú í vor hafa verið jafnvirði rúmlega 20 þúsund króna. "Samkvæmt heimildum ritstjóra þessa vefs þá hefur nokkrum netabændum á Suðurlandi borist kauptilboð í allan netaveiddan lax sem hægt er að koma höndum yfir á komandi sumri. Verðin eru hærri en sést hafa í nokkurn tíma sem ekki mun letja landeigendur til veiðanna. Þetta eru vondar fréttir fyrir stangaveiðimenn er unna svæðinu og bergvatnsánum sem til Hvítár renna. En einna helst eru þetta vond tíðindi fyrir þá landeigendur sem byggja sína afkomu af stangaveiði á svæðinu, því ef rétt reynist að verð á netaveidda laxinum fari hækkandi, þá mun það erfiða mjög baráttu þeirra sem vilja netin á þurrt. Því má spyrja sig hvort að það tækifæri sem gafst á tímum netaleigu SVFR sé einfaldlega runnið mönnum úr greipum?" skrifar Haraldur sem er ritstjóri svfr.is þar sem nánar má lesa um málið.
Stangveiði Mest lesið Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Silungasvæðið í Víðidalsá opnaði í gær Veiði Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Fjórtán laxa opnun í Norðurá Veiði Vatnsá og Skógará seinar í gang Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Af stórlöxum í Nesi Veiði