Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Íslandsmeistarar Stjörnunnar og bikarmeistarar Vals unnu þá fyrstu sigra sína á tímabilinu. Bæði lið töpuðu leikjum sínum í fyrstu umferðinni.
Valur skellti nýliðum Selfoss, 4-1, á heimavelli sínum en leikurinn var í beinni sjónvarpsútsendingu hér á Vísi. Telma Þrastardóttir skoraði tvö mörk fyrir Val í leiknum.
Þá hafði Stjarnan betur gegn Fylki á útivelli, 2-0, en Breiðablik vann á sama tíma öruggan sigur á Aftureldingu á heimavelli, 3-0.
Fyrr í kvöld unnu nýliðar FH góðan sigur á ÍBV, 4-1.
Þór/KA getur komist á topp deildarinnar á morgun með sigri á KR í vesturbæ Reykjavíkur. Leikurinn hefst klukkan 16.00.
Úrslit kvöldsins:
FH - ÍBV 4-1
1-0 Sigrún Ella Einarsdóttir (18.), 2-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (25.), 3-0 Bryndís Jóhannesdóttir (56.), 4-0 Aldís Kara Lúðvíksdóttir (59.), 4-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, víti (92.).
Valur - Selfoss 4-1
1-0 Thelma Björk Einarsdóttir (23.), 1-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (31.), 2-1 Elín Metta Jensen (43.), 3-1 Telma Þrastardóttir (84.), 4-1 Telma Þrastardóttir (93.).
Breiðablik - Afturelding 3-0
1-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (19.), 2-0 Rakel Hönnudóttir (69.), 3-0 Fanndís Friðriksd., víti (72.).
Fylkir - Stjarnan 0-2
0-1 Inga Birna Friðjónsdóttir (21.), 0-2 Soffía A. Gunnarsdóttir (33.).
Upplýsingar um markaskorara frá úrslit.net.
Valur og Stjarnan komust á blað
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1





Bayern varð sófameistari
Fótbolti