Eldsvoði í bílskúr Williams-liðsins til rannsóknar Birgir Þór Harðarson skrifar 14. maí 2012 15:30 Allir hlupu til þegar eldurinn braust út. Mynd/ap Eldur braust út í bílskúr Williams-liðsins á brautinni í Barcelona í gær, aðeins rúmum klukkutíma eftir að Pastor Maldonado sigraði kappaksturinn fyrir liðið. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá eldsneytishylki aftast í bílskúrnum þegar liðið var að pakka saman og ganga frá eftir kappaksturinn. Eldurinn var fljótur að breiðast út en með snarræði náðu liðsmenn Williams, Caterham og Foce India að ráða niðurlögum loganna á skömmum tíma. Sjö starfsmenn liðanna voru sendir á sjúkrahús í kjölfarið en alls sóttu 30 starfsmenn sjúkraskýlið við brautina. Þeir sem sendir voru á sjúkrahús hljóta nú meðferð við "ýmsum meiðslum", eins og segir í yfirlýsingum Williams-liðsins og FIA. Tækjabúnaður Williams er að öllum líkindum skemmdur. Bíll Bruno Senna var í skúrnum þegar eldurinn braust út. Bíll Maldonado var í "parc-ferme" þar sem hann er skoðaður af mótsstjórn og er því heill. Yfirvöld á Spáni vinna nú með Williams-liðinu og reyna að komast að orsök eldsvoðans. Þetta er í annað sinn sem eldur brýst út og er laus í húsakynnum Formúlu 1-liða í ár. Í Malasíu brann hjólhýsi Lotus-liðsins til grunna vegna skammhlaups í ísskáp. Formúla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Eldur braust út í bílskúr Williams-liðsins á brautinni í Barcelona í gær, aðeins rúmum klukkutíma eftir að Pastor Maldonado sigraði kappaksturinn fyrir liðið. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá eldsneytishylki aftast í bílskúrnum þegar liðið var að pakka saman og ganga frá eftir kappaksturinn. Eldurinn var fljótur að breiðast út en með snarræði náðu liðsmenn Williams, Caterham og Foce India að ráða niðurlögum loganna á skömmum tíma. Sjö starfsmenn liðanna voru sendir á sjúkrahús í kjölfarið en alls sóttu 30 starfsmenn sjúkraskýlið við brautina. Þeir sem sendir voru á sjúkrahús hljóta nú meðferð við "ýmsum meiðslum", eins og segir í yfirlýsingum Williams-liðsins og FIA. Tækjabúnaður Williams er að öllum líkindum skemmdur. Bíll Bruno Senna var í skúrnum þegar eldurinn braust út. Bíll Maldonado var í "parc-ferme" þar sem hann er skoðaður af mótsstjórn og er því heill. Yfirvöld á Spáni vinna nú með Williams-liðinu og reyna að komast að orsök eldsvoðans. Þetta er í annað sinn sem eldur brýst út og er laus í húsakynnum Formúlu 1-liða í ár. Í Malasíu brann hjólhýsi Lotus-liðsins til grunna vegna skammhlaups í ísskáp.
Formúla Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira