Ítalska félagið Roma hefur staðfest að Spánverjinn Luis Enrique muni láta af störfum sem þjálfari félagsins í sumar eftir aðeins eitt ár í starfi.
Roma situr aðeins í sjöunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og er ekki mikil ánægja með störf Enrique sem var að þreyta frumraun sína sem aðalþjálfari. Hann hafði aðeins þjálfað B-lið Barcelona áður en hann kom til Roma.
Enrique lét leikmenn félagsins vita af þessu í gær og hann stýrir lokaleik sínum með liðið um helgina.
Ekki liggur fyrir hvað Enrique gerir næst en talið er líklegt að hann muni þjálfa á Spáni.
Enrique að hætta með Roma

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
