Rekstrartap Sony aldrei verið hærra Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. maí 2012 13:43 Masaru Kato, fjármálastjóri Sony. mynd/AP Náttúruhamfarir í Asíu á síðasta ári og sterk staða japanska jensins eru sögð vera helstu ástæðurnar fyrir rekstrartapi tæknifyrirtækisins Sony á síðasta ári. Tap fyrirtækisins nam 5.7 milljörðum dollara eða um 717 milljörðum króna á síðasta ári. Framleiðslulínur Sony fóru úr skorðum í kjölfar jarðskjálftans við strendur Japan á síðasta ári. Þá urðu verksmiðjur fyrirtækisins í Tælandi fyrir stórfelldum skemmdum þegar flóð geisuðu í landinu í október. Eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins í Asíu dróst síðan verulega saman í kjölfar hamfaranna. En horfurnar eru góðar samkvæmt Sony. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að skila hagnaði á yfirstandandi reikningsári - þrátt fyrir að fyrirtækið eigi nú í harðvítugri baráttu á tölvuleikjamarkaðinum. PlayStation 3 leikjatölvan hefur lengi verið ein helsta tekjulind Sony en tilkoma snjallsíma og spjaldtölva hafa breytt landslagi tölvuleikjamarkaðsins og hefur sala á leikjatölvunni dregist verulega saman á síðustu mánuðum. Leikjavísir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Náttúruhamfarir í Asíu á síðasta ári og sterk staða japanska jensins eru sögð vera helstu ástæðurnar fyrir rekstrartapi tæknifyrirtækisins Sony á síðasta ári. Tap fyrirtækisins nam 5.7 milljörðum dollara eða um 717 milljörðum króna á síðasta ári. Framleiðslulínur Sony fóru úr skorðum í kjölfar jarðskjálftans við strendur Japan á síðasta ári. Þá urðu verksmiðjur fyrirtækisins í Tælandi fyrir stórfelldum skemmdum þegar flóð geisuðu í landinu í október. Eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins í Asíu dróst síðan verulega saman í kjölfar hamfaranna. En horfurnar eru góðar samkvæmt Sony. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að skila hagnaði á yfirstandandi reikningsári - þrátt fyrir að fyrirtækið eigi nú í harðvítugri baráttu á tölvuleikjamarkaðinum. PlayStation 3 leikjatölvan hefur lengi verið ein helsta tekjulind Sony en tilkoma snjallsíma og spjaldtölva hafa breytt landslagi tölvuleikjamarkaðsins og hefur sala á leikjatölvunni dregist verulega saman á síðustu mánuðum.
Leikjavísir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira