Donald efstur á heimslistanum | 120 milljónir kr. fyrir sigurinn 28. maí 2012 12:15 Luke Donald fagnar sigrinum með eiginkonu sinni Diane og dætrum þeirra Elle og Sophia Ann. Getty Images / Nordic Photos Enski kylfingurinn Luke Donald sigraði á BMW meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Með sigrinum náði Donald efsta sæti heimslistans á ný og hann fékk um 120 milljónir kr. fyrir sigurinn í verðlaunafé. Donald á enn eftir að landa sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara árlega og hann ætlar sér að brjóta ísinn sem allra, allra fyrst. Donald sigraði með fjögurra högga mun en hann lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari. „Ég vil sigra á stórmótum, í hvert sinn sem ég sigra á atvinnumóti segi ég við sjálfan mig að ég sé að færast nær því markmiði. Sjálfstraustið eykst og mér finnst ég vera á réttri leið," sagði Donald eftir sigurinn í gær. Hann hefur 18 daga til þess að undirbúa sig fyrir næsta risamót er Opna bandaríska meistaramótið sem fram fer á Olympic Club vellinum rétt við borgina San Francisco. Justin Rose frá Englandi og Skotinn Paul Lawrie deildu öðru sætinu á 11 höggum undir pari. Lawrie hefur hægt og bítandi klifrað upp heimslistann á s.l. tveimur árum. Hann sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 1999 en frá þeim tíma hefur hann ekki náð sér á strik. Hann var í 200. sæti heimslistans fyrir 18 mánuðum en í dag er hann í því 30. og á góða möguleika á að komast í Ryderlið Evrópu í haust. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald sigraði á BMW meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Með sigrinum náði Donald efsta sæti heimslistans á ný og hann fékk um 120 milljónir kr. fyrir sigurinn í verðlaunafé. Donald á enn eftir að landa sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara árlega og hann ætlar sér að brjóta ísinn sem allra, allra fyrst. Donald sigraði með fjögurra högga mun en hann lék hringina fjóra á samtals 15 höggum undir pari. „Ég vil sigra á stórmótum, í hvert sinn sem ég sigra á atvinnumóti segi ég við sjálfan mig að ég sé að færast nær því markmiði. Sjálfstraustið eykst og mér finnst ég vera á réttri leið," sagði Donald eftir sigurinn í gær. Hann hefur 18 daga til þess að undirbúa sig fyrir næsta risamót er Opna bandaríska meistaramótið sem fram fer á Olympic Club vellinum rétt við borgina San Francisco. Justin Rose frá Englandi og Skotinn Paul Lawrie deildu öðru sætinu á 11 höggum undir pari. Lawrie hefur hægt og bítandi klifrað upp heimslistann á s.l. tveimur árum. Hann sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 1999 en frá þeim tíma hefur hann ekki náð sér á strik. Hann var í 200. sæti heimslistans fyrir 18 mánuðum en í dag er hann í því 30. og á góða möguleika á að komast í Ryderlið Evrópu í haust.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira