Handbolti

Jicha: Skiptir ekki máli hvaðan mörkin koma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar
Tékkneska stórskyttan Filip Jicha var nánast aðframkominn eftir háspennuleik sinna manna í Kiel gegn Füchse Berlin í Meistaradeildinni í dag.

Kiel vann nauman sigur eftir æsispennandi lokamínútur. Jicha átti erfitt með orð í viðtali við Vísi eftir leikinn.

„Þetta var mjög jafnt. Ég er alveg tómur í kollinum vegna þess að þetta var afar tilfinningaþrungið. En ég er afar ánægður með að vera kominn áfram í úrslitin," sagði Jicha.

„Við höfum unnið Füchse Berlin þrisvar í vetur en það gleymist allt þegar út í svona stóran leik er komið. Við áttum von á jöfnum leik og það varð raunin."

„Füchse Berlin kom mér ekki á óvart. Þeir hafa spilað frábæran handbolta í allan vetur og eru hingað komnir vegna þess að þeir eiga það skilið."

Jicha skoraði ellefu mörk í leiknum en vildi gera lítið úr eigin frammistöðu.

„Það skiptir ekki málið hvaðan mörkin koma. Nú erum við komnir í úrslitin og ég er afar ánægður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×