Handbolti

Alfreð: Þetta er besta handboltamót í heimi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar
Vísir hitti á Alfreð Gíslason, þjálfara Kiel, skömmu fyrir leik liðsins gegn Füchse Berlin í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hér í Lanxess-Arena í Köln.

„Eitt að aðaltakmörkunum þetta árið var að komast hingað til Köln aftur og það er frábært að vera komnir hingað í undanúrslitin," sagði Alfreð.

Kiel hefur unnið alla deildarleiki sína í Þýskalandi í vetur og nánast alla í öllum keppnum allan veturinn - þar á meðal Füchse Berlin í þrígang.

„Við þurfum að spila góðan handbolta eins og við höfum gert hingað til gegn þeim. En þeir eru með mjög sterkt lið og Dagur hefur gert frábæra hluti með þá. Þetta er besta mót sem til er í handbolta og ef maður spilar ekki vel þá kemst maður ekki í úrslit."

Alfreð vildi ekkert segja um hvaða skilaboð hann ætlaði að gefa sínum leikmönnum áður en þeir fara út á völlinn. „Því ætla ég að halda innan búningsklefans," sagði hann sposkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×