Emil Hallfreðsson var í gærkvöldi valinn í lið ársins í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu fyrir góða frammistöðu með liði sínu, Hellas Verona. Frá þessu var greint á Fótbolta.net.
Emil var lykilmaður í Hellas Verona og skoraði alls þrettán mörk í 39 leikjum í bæði deild og bikar.
Ein umferð er eftir af tímabilinu og fer hún fram á laugardaginn. Hellas Verona á aðeins tölfræðilegan möguleika á að ná öðru sætinu og er því langlíklegast að liðið þurfi að taka þátt í fjögurra lið umspili um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni.
Emil hefur verið orðaður við nokkur lið í efstu deild á Ítalíu en hann segist vera ánægður í herbúðum Hellas Verona.
Emil í lið ársins í Seríu B
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti


„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn





Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti