Emil Hallfreðsson var í gærkvöldi valinn í lið ársins í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu fyrir góða frammistöðu með liði sínu, Hellas Verona. Frá þessu var greint á Fótbolta.net.
Emil var lykilmaður í Hellas Verona og skoraði alls þrettán mörk í 39 leikjum í bæði deild og bikar.
Ein umferð er eftir af tímabilinu og fer hún fram á laugardaginn. Hellas Verona á aðeins tölfræðilegan möguleika á að ná öðru sætinu og er því langlíklegast að liðið þurfi að taka þátt í fjögurra lið umspili um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni.
Emil hefur verið orðaður við nokkur lið í efstu deild á Ítalíu en hann segist vera ánægður í herbúðum Hellas Verona.
Emil í lið ársins í Seríu B
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn



Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti



„Manchester er heima“
Enski boltinn
