Fjölbreytt dagskrá í Veiðihorninu 1. júní 2012 07:00 Verslunin Veiðihornið. Mynd / Trausti Hafliðason Nýju veiðisumri verður fagnað með stórsýningu og kynningu á veiðibúnaði og veiðileyfum í Veiðihorninu Síðumúla 8 um helgina. Opið verður laugardag frá klukkan 10 til 16 og sunnudag frá 12 til 16. Dagskráin er sem hér segir:Sage ONE Switch og Sage ONE tvíhenda verður frumsýnd um helgina en þessar stangir verða samtímis frumsýndar á stórri veiðisýningu í Frakklandi. Stangirnar koma síðan á markað í síðari hluta júlímánaðar. Þeir sem að prófa Sage One stöngina á kastsvæðinu fara í lukkupott og eiga möguleika á að vinna Sage One stöng.Fulltrúar frá Simms í Bandaríkjunum kynna það nýjasta og besta í vöðlum og veiðifatnaði.Norskir sérfræðingar í viðgerðum og meðhöndlun á vöðlum og fatnaði úr Gore-tex verða með kynningu.Simms vörur verða boðnar með kynningarafslætti alla helgina og afsláttur verður einnig á Sage Z-Axis tvíhendum.Fulltrúar frá Lax-Á, Strengjum og SVFR verða í Veiðihorninu og kynna hvað er í boði á veiðileyfamarkaðnum í sumar.Ingimundur Bergsson kynnir Veiðikortið og vatnasvæðin og verður kortið á sérstöku tilboði um helgina í Veiðihorninu.Einar Guðnason kynnir Fluguveiðiskólann Veiðiheim og starfsemina í sumar.Steingrímur Einarsson, hönnuður og framleiðandi íslensku fluguhjólanna verður með kynningu báða dagana. Frí áletrun og ókeypis Scientific Anglers flugulína fylgir öllum Einarsson fluguhjólum um helgina.Úlfar Finnbjörnsson kynnir eldamennsku með reykofni báða dagana auk Stóru bókarinnar um villibráð sem hann gaf út fyrir jólin.Sigurður Pálsson, Viðar í Gallerí flugum og Nils Jörgensen hnýta töfraflugurnar.Fyrstu gestir hvorn dag fá sérstakar sumargjafir frá Simms og Veiðihorninu.Allir gestir fá Veiði 2012, nýtt blað Veiðihornsins sem var að koma út.Allir gestir fá happdrættismiða en glæsilegir vinningar eru í boði:Simms vöðlur.Sage tvíhenda.Lamson fluguhjó.Veiðileyfi í Eystri Rangá í boði Lax-Á.Veiðileyfi í Sogi fyrir landi Alviðru í boði SVFR.Veiðileyfi í Sogi fyrir landi Ásgarðs í boði SVFR.Veiðileyfi í Varmá í boði SVFR.Veiðikortið í boði Veiðikortsins.Flugulínur frá Scientific Anglers.Flugubox með flugum í boði Veiðihornsins og margt fleira.Dregið verður á mánudaginn. Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði
Nýju veiðisumri verður fagnað með stórsýningu og kynningu á veiðibúnaði og veiðileyfum í Veiðihorninu Síðumúla 8 um helgina. Opið verður laugardag frá klukkan 10 til 16 og sunnudag frá 12 til 16. Dagskráin er sem hér segir:Sage ONE Switch og Sage ONE tvíhenda verður frumsýnd um helgina en þessar stangir verða samtímis frumsýndar á stórri veiðisýningu í Frakklandi. Stangirnar koma síðan á markað í síðari hluta júlímánaðar. Þeir sem að prófa Sage One stöngina á kastsvæðinu fara í lukkupott og eiga möguleika á að vinna Sage One stöng.Fulltrúar frá Simms í Bandaríkjunum kynna það nýjasta og besta í vöðlum og veiðifatnaði.Norskir sérfræðingar í viðgerðum og meðhöndlun á vöðlum og fatnaði úr Gore-tex verða með kynningu.Simms vörur verða boðnar með kynningarafslætti alla helgina og afsláttur verður einnig á Sage Z-Axis tvíhendum.Fulltrúar frá Lax-Á, Strengjum og SVFR verða í Veiðihorninu og kynna hvað er í boði á veiðileyfamarkaðnum í sumar.Ingimundur Bergsson kynnir Veiðikortið og vatnasvæðin og verður kortið á sérstöku tilboði um helgina í Veiðihorninu.Einar Guðnason kynnir Fluguveiðiskólann Veiðiheim og starfsemina í sumar.Steingrímur Einarsson, hönnuður og framleiðandi íslensku fluguhjólanna verður með kynningu báða dagana. Frí áletrun og ókeypis Scientific Anglers flugulína fylgir öllum Einarsson fluguhjólum um helgina.Úlfar Finnbjörnsson kynnir eldamennsku með reykofni báða dagana auk Stóru bókarinnar um villibráð sem hann gaf út fyrir jólin.Sigurður Pálsson, Viðar í Gallerí flugum og Nils Jörgensen hnýta töfraflugurnar.Fyrstu gestir hvorn dag fá sérstakar sumargjafir frá Simms og Veiðihorninu.Allir gestir fá Veiði 2012, nýtt blað Veiðihornsins sem var að koma út.Allir gestir fá happdrættismiða en glæsilegir vinningar eru í boði:Simms vöðlur.Sage tvíhenda.Lamson fluguhjó.Veiðileyfi í Eystri Rangá í boði Lax-Á.Veiðileyfi í Sogi fyrir landi Alviðru í boði SVFR.Veiðileyfi í Sogi fyrir landi Ásgarðs í boði SVFR.Veiðileyfi í Varmá í boði SVFR.Veiðikortið í boði Veiðikortsins.Flugulínur frá Scientific Anglers.Flugubox með flugum í boði Veiðihornsins og margt fleira.Dregið verður á mánudaginn.
Stangveiði Mest lesið Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði Merktur í Lagarfljóti en veiddist í Breiðdalsá! Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Rólegt í Dölunum Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði