Fundur um stöðu forsetans og nýju stjórnarskrána fer fram í Iðnó í kvöld. Þar munu öll forsetaefnin sjö halda ræður um hlutverk og stöðu forseta verði nýja stjórnarskrárfrumvarpið samþykkt.
Guðni Th. Jóhannesson verður fundarstjóri á fundinum. Hann býst við fjölmenni. „Já, ég geri nú ráð fyrir að það verði sæmilega mætt," segir hann.
Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Hann hefst klukkan 20:00 en gert er ráð fyrir því að hann klárist um 22:30.
Stjórnarskrárfélagið stendur að fundinum sem ber yfirskriftina: Forsetinn, forsetaembættið og nýja stjórnarskráin - og rætt verður um mat forsetaframbjóðenda á hlutverki og stöðu forseta Íslands, verði ný stjórnarskrá að veruleika?
Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt", til að sjá útsendinguna.
Forsetaefnin í Iðnó í kvöld - bein útsending á Vísi
BBI skrifar