Júlían Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 17:24 Júlían Jóhann Karl Jóhannsson á pallinum. Mynd/Kraftlyftingasamband Íslands Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni tryggði sér í dag gullverðlaun í réttstöðulyftu á EM unglinga í Herning í Danmörku. Júlían varð ennfremur í fjórða sæti í samanlögðu í keppni um Evrópumeistaratitil unglinga í yfirþungavigt. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er fæddur 1993 og var að keppa í fyrsta sinn í aldursflokknum 19 – 23 ára en hann var yngstur í hópnum. Júlían lyfti alls 882,5 kílóum í samanlögðu en sigurvegarinn í flokknum var Rússinn Igor Filipov með 965 kíló. Júlían bætti sinn besta árangur um 20 kíló og setti nýtt Íslandsmet unglinga. Réttstaðan hefur lengst af verið besta grein Júlíans, en hann varð heimsmeistari drengja í greininni í fyrra og sýndi í dag að það var engin tilviljun. Júlían byrjaði á því að lyfta 290 kílóum létt og hristi svo upp í keppinautum sínum með að lyfta 315 kílóum í annarri lyftu. Mikið taugastríð upphófst í framhaldinu í réttstöðukeppninni með taktískar breytingar á víxl. Íslenska liðið hélt haus og Júlían stóð uppi sem sigurvegari á nýju glæsilegu íslandsmeti unglinga 327,5 kg. Hnébeygjan gekk ekki sem skyldi hjá Júlían í þetta skiptið. Hann kláraði létt opnunarþyngdina 320,0 kíló en mistókst tvisvar með tilraun við nýtt íslandsmet sem er 335,0 kíló. Á bekknum byrjaði Júlían örugglega á því að lyfta 220 kílóum. Hann setti nýtt íslandsmet í annari tilraun með því að lyfta 230 kílóum og bætti um betur í þeirri þriðju með að fara upp með 235,0 kíló. Nýtt íslandsmet unglinga og persónuleg bæting um 7,5 kíló var í höfn og tók hann nokkuð óvænt fjórða sætið í bekkpressu. Innlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni tryggði sér í dag gullverðlaun í réttstöðulyftu á EM unglinga í Herning í Danmörku. Júlían varð ennfremur í fjórða sæti í samanlögðu í keppni um Evrópumeistaratitil unglinga í yfirþungavigt. Júlían Jóhann Karl Jóhannsson er fæddur 1993 og var að keppa í fyrsta sinn í aldursflokknum 19 – 23 ára en hann var yngstur í hópnum. Júlían lyfti alls 882,5 kílóum í samanlögðu en sigurvegarinn í flokknum var Rússinn Igor Filipov með 965 kíló. Júlían bætti sinn besta árangur um 20 kíló og setti nýtt Íslandsmet unglinga. Réttstaðan hefur lengst af verið besta grein Júlíans, en hann varð heimsmeistari drengja í greininni í fyrra og sýndi í dag að það var engin tilviljun. Júlían byrjaði á því að lyfta 290 kílóum létt og hristi svo upp í keppinautum sínum með að lyfta 315 kílóum í annarri lyftu. Mikið taugastríð upphófst í framhaldinu í réttstöðukeppninni með taktískar breytingar á víxl. Íslenska liðið hélt haus og Júlían stóð uppi sem sigurvegari á nýju glæsilegu íslandsmeti unglinga 327,5 kg. Hnébeygjan gekk ekki sem skyldi hjá Júlían í þetta skiptið. Hann kláraði létt opnunarþyngdina 320,0 kíló en mistókst tvisvar með tilraun við nýtt íslandsmet sem er 335,0 kíló. Á bekknum byrjaði Júlían örugglega á því að lyfta 220 kílóum. Hann setti nýtt íslandsmet í annari tilraun með því að lyfta 230 kílóum og bætti um betur í þeirri þriðju með að fara upp með 235,0 kíló. Nýtt íslandsmet unglinga og persónuleg bæting um 7,5 kíló var í höfn og tók hann nokkuð óvænt fjórða sætið í bekkpressu.
Innlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira