Fjölnismenn á toppinn í 1.deildinni - úrslit dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2012 16:04 Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum. Fjölnismenn skoruðu fimm mörk í seinni hálfleik í 6-2 stórsigri í Víkinni en þetta var fyrsta tap Víkingsliðsins undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. Helgi Sigurðsson opnaði markareikning sinn í sumar snemma leiks og Víkingsliðið komst í 1-0 og 2-1. Fjölnismenn gerðu jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa núna unnið þrjá leiki í röð og skorað í þeim fjórtán mörk. Fjölnir og Haukar eru bæði taplaus og með 11 stig en Fjölnir er með betri markatölu og situr því á toppnum. Bæði mörk Hauka í 2-1 sigri á botnliði Leiknis komu í seinni hálfeik en lærisveinar Willums Þórs Þórssonar í efra Breiðholtinu hafa aðeins náð í tvö stig í fyrstu fimm umferðunum. Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði mark Leiknis undir lokin en fékk rauða spjaldið mínútu síðar. Víkingar úr Ólafsvík og ÍR-ingar unnu bæði endurkomusigur í sínum leikjum en KA og Tindastóll gerðu síðan jafntefli í fimmta og síðasta leik dagsins. Víkingar úr Ólafsvík eru með 10 stig og komust því líka upp fyrir Þór sem var á toppnum fyrir leiki dagsins.Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í dag:Haukar - Leiknir R. 2-1 1-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (53.), 2-0 Hilmar Trausti Arnarsson, víti (61.(), 2-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson (89.)ÍR - Höttur 2-1 0-1 Þórarinn Máni Borgþórsson (9.), 1-1 Halldór Arnarsson (51.), 2-1 Elvar Páll Sigurðsson (56.)Víkingur R. - Fjölnir 2-6 1-0 Helgi Sigurðsson (14.), 1-1 Sjálfsmark (16.), 2-1 Sjálfsmark (23.), 2-2 Sjálfsmark, 2-3 Pablo Punyed (66.), 2-4 Ágúst Örn Arnarson (70.),2-5 Bergsveinn Ólafsson (83.), 2-6 Ásgeir Aron Ásgeirsson (86.)KA - Tindastóll 2-2 0-1 Ben J Everson (11.), 1-1 Brian Gilmour (15.), 2-1 Ævar Ingi Jóhannesson (28.), 2-2 Ingvi Hrannar Ómarsson (44.)Víkingur Ó. - Þróttur R. 2-1 0-1 Oddur Björnsson (70.), 1-1 Eldar Masic (75.), 2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (82.) Upplýsingar um markaskorara í leikjunum eru fengnar að hluta frá fótbolti.net og að hluta frá úrslit.net. Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum. Fjölnismenn skoruðu fimm mörk í seinni hálfleik í 6-2 stórsigri í Víkinni en þetta var fyrsta tap Víkingsliðsins undir stjórn Ólafs Þórðarsonar. Helgi Sigurðsson opnaði markareikning sinn í sumar snemma leiks og Víkingsliðið komst í 1-0 og 2-1. Fjölnismenn gerðu jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa núna unnið þrjá leiki í röð og skorað í þeim fjórtán mörk. Fjölnir og Haukar eru bæði taplaus og með 11 stig en Fjölnir er með betri markatölu og situr því á toppnum. Bæði mörk Hauka í 2-1 sigri á botnliði Leiknis komu í seinni hálfeik en lærisveinar Willums Þórs Þórssonar í efra Breiðholtinu hafa aðeins náð í tvö stig í fyrstu fimm umferðunum. Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði mark Leiknis undir lokin en fékk rauða spjaldið mínútu síðar. Víkingar úr Ólafsvík og ÍR-ingar unnu bæði endurkomusigur í sínum leikjum en KA og Tindastóll gerðu síðan jafntefli í fimmta og síðasta leik dagsins. Víkingar úr Ólafsvík eru með 10 stig og komust því líka upp fyrir Þór sem var á toppnum fyrir leiki dagsins.Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í dag:Haukar - Leiknir R. 2-1 1-0 Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (53.), 2-0 Hilmar Trausti Arnarsson, víti (61.(), 2-1 Ólafur Hrannar Kristjánsson (89.)ÍR - Höttur 2-1 0-1 Þórarinn Máni Borgþórsson (9.), 1-1 Halldór Arnarsson (51.), 2-1 Elvar Páll Sigurðsson (56.)Víkingur R. - Fjölnir 2-6 1-0 Helgi Sigurðsson (14.), 1-1 Sjálfsmark (16.), 2-1 Sjálfsmark (23.), 2-2 Sjálfsmark, 2-3 Pablo Punyed (66.), 2-4 Ágúst Örn Arnarson (70.),2-5 Bergsveinn Ólafsson (83.), 2-6 Ásgeir Aron Ásgeirsson (86.)KA - Tindastóll 2-2 0-1 Ben J Everson (11.), 1-1 Brian Gilmour (15.), 2-1 Ævar Ingi Jóhannesson (28.), 2-2 Ingvi Hrannar Ómarsson (44.)Víkingur Ó. - Þróttur R. 2-1 0-1 Oddur Björnsson (70.), 1-1 Eldar Masic (75.), 2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (82.) Upplýsingar um markaskorara í leikjunum eru fengnar að hluta frá fótbolti.net og að hluta frá úrslit.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sjá meira