Snjallsímar orðnir plága á golfmótum 6. júní 2012 19:45 Mickelson kann því illa að vera myndaður eins og þarna er gert. Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína. Fjölmargir fylgdu Mickelson eftir og þeir voru flestir með snjallsímana á lofti lungann af tímanum að taka myndir. Það truflaði Mickelson, og reyndar aðra í hollinu, svo mikið að þeir þurftu oft að labba frá boltanum og stilla sér upp á nýjan leik. Svo reiður varð Mickelson á sjöttu holu að hann reif sjálfur upp símann sinn og sendi yfirmanni PGA-mótaraðarinnar sms þar sem hann kvartaði yfir því að reglur um notkun snjallsíma á mótunum væri ekki nógu hörð. "Phil er frábær leikmaður og mikill meistari en þessi stanslausa myndataka tók hann úr jafnvægi. Það er sorglegt og enn sorglegra að snjallsímar geti valdið því hvort menn vinni stórmót eða ekki," sagði Bubba Watson sem var í hollinu með Mickelson. PGA-mótaröðin leyfði farsíma aftur á völlunum í fyrra. Símhringingin má þá ekki vera virk og einnig er bannað að taka myndir. Áhorfendur gefa þó lítið fyrir þær reglur. Taka myndir í gríð og erg og fjölmargir gleyma að slökkva á hringingum síma sinna. Um 50 símar voru gerðir upptækir í holli Mickelson. 100 símar voru aftur á móti teknir af áhorfendum sem voru að elta Tiger Woods. Hann lét myndatökurnar aftur á móti ekki pirra sig jafn mikið og Mickelson og vann mótið. Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn Phil Mickelson dró sig úr keppni eftir fyrsta daginn á Memorial-mótinu. Hann kom þá algjörlega brjálaður í hús á 79 höggum. Hann kenndi snjallsímum um slæma spilamennsku sína. Fjölmargir fylgdu Mickelson eftir og þeir voru flestir með snjallsímana á lofti lungann af tímanum að taka myndir. Það truflaði Mickelson, og reyndar aðra í hollinu, svo mikið að þeir þurftu oft að labba frá boltanum og stilla sér upp á nýjan leik. Svo reiður varð Mickelson á sjöttu holu að hann reif sjálfur upp símann sinn og sendi yfirmanni PGA-mótaraðarinnar sms þar sem hann kvartaði yfir því að reglur um notkun snjallsíma á mótunum væri ekki nógu hörð. "Phil er frábær leikmaður og mikill meistari en þessi stanslausa myndataka tók hann úr jafnvægi. Það er sorglegt og enn sorglegra að snjallsímar geti valdið því hvort menn vinni stórmót eða ekki," sagði Bubba Watson sem var í hollinu með Mickelson. PGA-mótaröðin leyfði farsíma aftur á völlunum í fyrra. Símhringingin má þá ekki vera virk og einnig er bannað að taka myndir. Áhorfendur gefa þó lítið fyrir þær reglur. Taka myndir í gríð og erg og fjölmargir gleyma að slökkva á hringingum síma sinna. Um 50 símar voru gerðir upptækir í holli Mickelson. 100 símar voru aftur á móti teknir af áhorfendum sem voru að elta Tiger Woods. Hann lét myndatökurnar aftur á móti ekki pirra sig jafn mikið og Mickelson og vann mótið.
Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira