Djokovic stóðst áhlaup Tsonga og komst í undanúrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2012 20:36 Novak Djokovic tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fimm setta leik í París. Það var fátt sem leit út fyrir að heimamaðurinn ætti nokkuð í efsta mann heimslistans í fyrsta settinu. Því lauk 6-1 fyrir Serbann og útlitið gott hjá honum. Þá kviknaði hins vegar á Tsonga. Frakkinn vann næstu tvö sett 7-5 og 7-5 og þurfti því sigur í einu setti til viðbótar til að slá út besta tennisspilara heims fyrir framan landa sína. Það tókst honum hins vegar ekki. Litlu munaði þó í æsispennadi fjórða setti. Tsonga fékk tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigur en Djokovic stóð pressuna og vann í oddasetti 7-6 (8-6). Í fimmta settinu var svo allur vindur úr Frakkanum og Djokovic vann settið 6-1. Leikur kappanna stóð yfir í fjórar klukkustundir og níu mínútur og var mikil skemmtun. Áhugasömum er bent á að mótið er í beinni útsendingu á Eurosport. Djokovic mætir Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitum. Federer lagði Argentínumanninn Juan Martín del Potro í mögnuðum leik. Del Potro vann fyrstu tvö settin 6-3 og 7-6 (7-4) en þá vaknaði Federer til lífsins. Hann var hreinlega óstöðvandi í þremur síðustu settunum sem hann vann 6-2, 6-0 og 6-3. Á morgun mætast Andy Murray frá Skotlandi og David Ferrer frá Spáni annars vegar og Spánverjarnir Rafael Nadal og Nicolas Almagro hins vegar í síðari viðureignunum í átta manna úrslitunum. Erlendar Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmethafinn hélt út Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sjá meira
Novak Djokovic tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Frakkanum Jo-Wilfried Tsonga í fimm setta leik í París. Það var fátt sem leit út fyrir að heimamaðurinn ætti nokkuð í efsta mann heimslistans í fyrsta settinu. Því lauk 6-1 fyrir Serbann og útlitið gott hjá honum. Þá kviknaði hins vegar á Tsonga. Frakkinn vann næstu tvö sett 7-5 og 7-5 og þurfti því sigur í einu setti til viðbótar til að slá út besta tennisspilara heims fyrir framan landa sína. Það tókst honum hins vegar ekki. Litlu munaði þó í æsispennadi fjórða setti. Tsonga fékk tvö tækifæri til þess að tryggja sér sigur en Djokovic stóð pressuna og vann í oddasetti 7-6 (8-6). Í fimmta settinu var svo allur vindur úr Frakkanum og Djokovic vann settið 6-1. Leikur kappanna stóð yfir í fjórar klukkustundir og níu mínútur og var mikil skemmtun. Áhugasömum er bent á að mótið er í beinni útsendingu á Eurosport. Djokovic mætir Svisslendingnum Roger Federer í undanúrslitum. Federer lagði Argentínumanninn Juan Martín del Potro í mögnuðum leik. Del Potro vann fyrstu tvö settin 6-3 og 7-6 (7-4) en þá vaknaði Federer til lífsins. Hann var hreinlega óstöðvandi í þremur síðustu settunum sem hann vann 6-2, 6-0 og 6-3. Á morgun mætast Andy Murray frá Skotlandi og David Ferrer frá Spáni annars vegar og Spánverjarnir Rafael Nadal og Nicolas Almagro hins vegar í síðari viðureignunum í átta manna úrslitunum.
Erlendar Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmethafinn hélt út Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sjá meira