Fótbolti

Ronaldo vill spila út ferilinn hjá Real Madrid

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
NordicPhotos/Getty
Cristiano Ronaldo hefur útilokað endurkomu sína í enska boltann ef marka má viðtal við hann í spænska blaðinu Marca.

Ronaldo skoraði 46 mörk í deildakeppninni á Spáni í vetur. Það var ekki síst frammistaða hans sem varð til þess að Real Madrid tryggði sér spænska meistaratitilinn.

„Ég er mjög náinn stuðningsmönnunum og það er ástæða þess að ég vil vera hérna sem lengst og sýna þá ást sem ég ber til treyjunnar," segir Ronaldo en ákvörðunin er þó ekki eingöngu hans að hans mati.

„Ef þetta væri undir mér komið lyki ég ferlinum hjá Real Madrdi. Í allri hreinskilni myndi ég skrifa undir tíu ára framlenginu á samningnum á stundinni. Ég vil vera áfram en það er í raun aðrir sem taka ákvörðun um það," segir Ronaldo sem leggur áherslu á að Jose Mourinho verði áfram knattspyrnustjóri félagsins.

„Félag eins og Real Madrid verður að hafa háklassastjóra á borð við Mourinho. Hann verður að vera í búnni. Ég tel það borðleggjandi að Real myndi ekki vinna jafnmarga titla án hans," segir Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×