Opnuðu Laxá með 550 urriðum 3. júní 2012 19:30 Púpur eru að gefa lang best. Trausti Hafliðason Þeir sem opnuðu Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal fengu 550 urriða; 350 í Mývatnssveitinni og hátt í annað hundrað komu úr Laxárdalnum. Fiskurinn er vænn þetta árið, eins og sagt er frá á heimasíðu SVFR. Í fréttinni er haft eftir Bjarna Höskuldssyni, umsjónarmanni SVFR við ána, að menn fóru ánægðir úr hlaði eins og venjulega úr opnunarhollinu. Blíðskaparveður var við veiðarnar og urriðinn byrjaður að taka í yfirborðinu. Þó var vatn með meira móti og einmitt var það sennilega þess vegna sem straumfluguveiði var meiri nú en undanfarin ár. Þó voru púpurnar langsamlega sterkastar. Stærstu urriðarnir voru 68 sentimetrar af Geirastöðum í Mývatnssveit, en í Laxárdalnum var stærstur 64 sentimetra urriði við Kletthólma. Veitt er á 24 stangir svo meðalveiði á stöng er 22 urriðar. Nokkuð er af lausum veiðileyfum í Laxárdal næstu daga. Stangveiði Mest lesið Norðurá opnar á morgun Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Veiðivötn opna eftir tvær vikur en mikill snjór er enn á svæðinu Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði
Þeir sem opnuðu Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal fengu 550 urriða; 350 í Mývatnssveitinni og hátt í annað hundrað komu úr Laxárdalnum. Fiskurinn er vænn þetta árið, eins og sagt er frá á heimasíðu SVFR. Í fréttinni er haft eftir Bjarna Höskuldssyni, umsjónarmanni SVFR við ána, að menn fóru ánægðir úr hlaði eins og venjulega úr opnunarhollinu. Blíðskaparveður var við veiðarnar og urriðinn byrjaður að taka í yfirborðinu. Þó var vatn með meira móti og einmitt var það sennilega þess vegna sem straumfluguveiði var meiri nú en undanfarin ár. Þó voru púpurnar langsamlega sterkastar. Stærstu urriðarnir voru 68 sentimetrar af Geirastöðum í Mývatnssveit, en í Laxárdalnum var stærstur 64 sentimetra urriði við Kletthólma. Veitt er á 24 stangir svo meðalveiði á stöng er 22 urriðar. Nokkuð er af lausum veiðileyfum í Laxárdal næstu daga.
Stangveiði Mest lesið Norðurá opnar á morgun Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Veiðivötn opna eftir tvær vikur en mikill snjór er enn á svæðinu Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði