Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona verða áfram í ítölsku B-deildinni næsta vetur. Það varð ljóst í dag.
Verona gerði þá jafntefli, 1-1, gegn Varese í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í efstu deild. Varese vann fyrri leikinn, 2-0, og fer því í úrslitaleikinn um úrvalsdeildarsætið.
Emil var í byrjunarliði Verona en fór af velli þrem mínútum fyrir leikslok.
Emil og félagar komast ekki upp í úrvalsdeild

Mest lesið




Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo
Handbolti



„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn



„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti