Hallgrímskirkja er í öðru sæti á lista danska blaðsins Politiken yfir fallegustu kirkjur heims. Hallgrímskirkja fylgir fast á hæla Saint-Michel d'Aiguilhe í Frakklandi.
Í umsögn um Hallgrímskirkju segir að hún sé 74 metra há og að Guðjón Samúelsson arkitekt hafi sótt mikinn innblástur í íslenska náttúru. Frá turninum sé hægt að sjá yfir höfuðborgina og til nágrannasveitarfélaganna.