Laxveiði fer hægt af stað Trausti Hafliðason skrifar 15. júní 2012 15:28 Orri Vigfússon, formaður NASF. Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxa (NASF), segir erfitt að spá fyrir um laxveiðina hérlendis í sumar. Hann segir veiðina í ánum umhverfis Atlantshafið hafa farið hægt af stað. Í samtali við Veiðivísi segir Orri að dauft hafi verið yfir ám í Skotlandi og Noregi. Sömu sögu megi reyndar segja um Írland og Spán en í Frakklandi hafi fyrir skömmu komið smá skot. Það hafi verið í ám á Bretaníuskaga. Hann segir að í norðvesturhluta Rússlands hafi ástandið verið aðeins skárra. Ár sem renni á Kólaskaganum í Hvítahaf hafi gefið vel í byrjun vertíðar. Töluvert hefur verið rædd um góða byrjun á laxveiðinni hérlendis í sumar og margir bjartsýnir á gott veiðisumar. Orri deilir ekki endilega þeirri skoðun. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um sumarið því enn sé lítið að marka aflatölur úr íslenskum ám. Stangveiði Mest lesið Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Vegna virkjunarmála í Þjórsá Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði
Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxa (NASF), segir erfitt að spá fyrir um laxveiðina hérlendis í sumar. Hann segir veiðina í ánum umhverfis Atlantshafið hafa farið hægt af stað. Í samtali við Veiðivísi segir Orri að dauft hafi verið yfir ám í Skotlandi og Noregi. Sömu sögu megi reyndar segja um Írland og Spán en í Frakklandi hafi fyrir skömmu komið smá skot. Það hafi verið í ám á Bretaníuskaga. Hann segir að í norðvesturhluta Rússlands hafi ástandið verið aðeins skárra. Ár sem renni á Kólaskaganum í Hvítahaf hafi gefið vel í byrjun vertíðar. Töluvert hefur verið rædd um góða byrjun á laxveiðinni hérlendis í sumar og margir bjartsýnir á gott veiðisumar. Orri deilir ekki endilega þeirri skoðun. Hann segir að erfitt sé að spá fyrir um sumarið því enn sé lítið að marka aflatölur úr íslenskum ám.
Stangveiði Mest lesið Síðasti dagur til rjúpnaveiða í dag Veiði Laxá í Aðaldal opnar með látum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Tungufljótið að lifna við Veiði Vegna virkjunarmála í Þjórsá Veiði Blanda komin í góðann gír Veiði 103 sm stórlax af Hrauni Veiði Veiðimönnum boðið í Hlíðarvatn Veiði