Massa reiður sjálfum sér vegna mistaka Birgir Þór Harðarson skrifar 12. júní 2012 06:30 Massa er búinn að vera í ruglinu á þessu tímabili og kemst ekki með tærnar þar sem Alonso hefur hælana. nordicphotos/afp Felipe Massa hjá Ferrari segist vera sjálfum sér reiður vegna mistaka í upphafi kanadíska kappakstursins um helgina. Hann endaði tíundi í kappakstrinum. Massa missti stjórn á bíl sínum í fyrstu beygju brautarinnar á sjötta hring og féll niður í tólfta sæti. Honum hefur ekki gengið vel í ár á meðan liðsfélagi hans hjá Ferrari, Fernando Alonso, blómstrar. "Ég er mjög reiður út í sjálfan mig vegna mistakana," sagði hann. "Ég missti þá af efstu mönnum og eyðilagði dekkin sem þýddi að ég þurfti að taka viðgerðarhlé snemma." Massa ók lengi eftir viðgerðarhléið á nýjum dekkjum án þess að stoppa. "Ég reyndi að vera eins lengi úti og ég gat svo þyrfti ekki að stoppa aftur. Dekkin voru gjörsamlega slitin niður í striga." Hann segir tíunda sætið ekki sýna rétta mynd af möguleikum sínum í Ferrari-bílnum. "Ég er vonsvikinn því við sýndum samkeppnishæfi okkar. Það er eitthvað sem við gátum ekki í byrjun tímabilsins." Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari segist vera sjálfum sér reiður vegna mistaka í upphafi kanadíska kappakstursins um helgina. Hann endaði tíundi í kappakstrinum. Massa missti stjórn á bíl sínum í fyrstu beygju brautarinnar á sjötta hring og féll niður í tólfta sæti. Honum hefur ekki gengið vel í ár á meðan liðsfélagi hans hjá Ferrari, Fernando Alonso, blómstrar. "Ég er mjög reiður út í sjálfan mig vegna mistakana," sagði hann. "Ég missti þá af efstu mönnum og eyðilagði dekkin sem þýddi að ég þurfti að taka viðgerðarhlé snemma." Massa ók lengi eftir viðgerðarhléið á nýjum dekkjum án þess að stoppa. "Ég reyndi að vera eins lengi úti og ég gat svo þyrfti ekki að stoppa aftur. Dekkin voru gjörsamlega slitin niður í striga." Hann segir tíunda sætið ekki sýna rétta mynd af möguleikum sínum í Ferrari-bílnum. "Ég er vonsvikinn því við sýndum samkeppnishæfi okkar. Það er eitthvað sem við gátum ekki í byrjun tímabilsins."
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira