Spánverjinn Rafael Nadal féll í kvöld úr keppni í 2. umferð í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í fimm setta leik gegn Tékkanum Lukas Rosol.
Nadal vann fyrsta settið í oddalotu 7-6 en tapaði tveimur næstu 6-4 og 6-4. Hann rétti sinn hlut í fjórða setti sem hann vann 6-2 en Rosol var ekki hættur.
Tékkinn, sem er í 100. sæti heimslistans, gerði sér lítið fyrir og vann síðasta settið 6-4 en þá hafði þurft að setja þakið yfir aðalvöllinn þar sem farið var að skyggja.
Rosol gaf frábærlega upp í leiknum og sótti án afláts gegn Nadal sem vann sigur á Opna franska meistaramótinu á dögunum. Hann átti í vök að verjast gegn Tékkanum sókndjarfa og þurfti að lúta í lægra haldið áður en yfir lauk.
Nadal, sem situr í öðru sæti heimslistans, vann sigur á mótinu árið 2008 og 2010. Hann komst í úrslit í fyrra en tapaði gegn Serbanum Novak Djokovic. Nadal hefur ekki fallið svo snemma úr keppni á stórmóti í tennis síðan árið 2005.
Nadal úr leik á Wimbledon eftir tap gegn óþekktum Tékka
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn