Stefnir aftur á úrslitin á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2012 07:19 Ásdís Hjálmsdóttir. Mynd/AFP "Það má bara hætta að rigna og þá verð ég ánægð," sagði Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Ásdís er stödd í Helsinki í Finnlandi þar sem hún verður ein af fimm íslenskum keppendum á EM í frjálsum sem hefst á morgun. Ásdís komst í úrslitin fyrir tveimur árum og markmiðið í ár er að endurtaka leikinn. Tíunda sæti á EM er besti árangur sem hún hefur náð á stórmóti og eina skiptið sem hún hefur komist í úrslitin. "Í rauninni var þrettánda sætið á HM í fyrra betra en vonandi endurtek ég leikinn, kemst í úrslit og geri enn betur. Fyrsta markmiðið er þó að komast í úrslitin," segir Ásdís sem hefur tekið þátt í mótum beggja megin Atlantshafsins í sumar og er sátt við gang mála í undirbúningnum fyrir aðalmót ársins sem eru Ólympíuleikarnir í London.Á fleygiferð út um allt í sumar "Ég er búin að vera á fleygiferð út um allt í sumar," segir Ásdís sem æfði þó heima í tvær vikur fyrir EM. "Maður þarf að fara vel með sig en þetta tekur auðvitað á," segir Ásdís um flakkið en hún hefur keppt í Lettlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum á síðasta mánuði. "Það skiptir miklu máli að komast út að keppa. Þó að það sé kaldhæðnislegt að segja það núna þá er yfirleitt ekki aðstaðan til að keppa mjög góð heima. Núna erum við komin hingað til Helsinki og það er kaldara en heima og auk þess rigning," segir Ásdís en hvernig hefur gengið í sumar? "Það gekk ekki alveg nógu vel í Brasilíu þar sem tækniatriði voru að stríða mér. Ég náði að laga það og er í rauninni á fínum stað miðað við Ólympíuleikana. Ég var ekki að stíla inn á það að toppa á þessum tíma og það var fínt að kasta yfir 58 metra á tveimur mótum í röð," segir Ásdís sem náði besta kasti sínu í ár þegar hún kastaði 58,72 metra á Demantamóti í New York.Orðin algjör reynslubolti Ásdís er að leiðinni á sitt sjötta stórmót og var líka með á EM í Gautaborg 2006 og EM í Barcelona 2010. "Ég er orðin algjör reynslubolti," segir Ásdís hlæjandi og bætti við: "Þetta snýst um að hafa hausinn í lagi og ná að kasta vel. Þetta eru bara þrjú köst og það þarf því allt að ganga upp," segir Ásdís en fyrir tveimur árum tryggði hún sér sæti í úrslitunum í þriðja og síðasta kastinu. "Ég var ekki að sætta mig við að komast ekki í úrslit síðast og þrjóskan skilaði sér í síðasta kastinu. Ég er bara bjartsýn á þetta og ef ég er að fara að kasta eins og ég er búin að vera að kasta á æfingum þá á þetta eftir að ganga vel," segir Ásdís. Hún viðurkennir það samt alveg að sumarið snúist aðallega um Ólympíuleikana í London.Fínn undirbúningur fyrir ÓL "Þetta er rosalega fínn undirbúningur fyrir mig því það er gott að vera búin að fara í gegnum þetta stórmótaferli einum og hálfum mánuði fyrir leikana. Það er mikilvægt. Það gaf mér líka rosalega mikið í fyrra að kasta vel á HM. Það yrði mjög gott fyrir sjálfstraustið að kasta vel hérna," segir Ásdís. Ásdís vill ekki gera of mikið úr áhyggjum sínum af rigningunni en það er ljóst að hún getur haft slæm áhrif. "Ég hef runnið og dottið á brautinni og það gerðist einmitt í upphituninni fyrir úrslitin á EM síðast. Þá flaug ég á hausinn af því að það var pollur á brautinni," segir Ásdís og bætir við: "Ég er ekkert að velta mér upp úr því hvernig veðrið verður. Ég ætla að hugsa um þau tækniatriði sem ég ætla að einbeita mér að og er að koma hingað til að kasta vel. Ef ég geri það þá kasta ég langt," sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira
"Það má bara hætta að rigna og þá verð ég ánægð," sagði Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Ásdís er stödd í Helsinki í Finnlandi þar sem hún verður ein af fimm íslenskum keppendum á EM í frjálsum sem hefst á morgun. Ásdís komst í úrslitin fyrir tveimur árum og markmiðið í ár er að endurtaka leikinn. Tíunda sæti á EM er besti árangur sem hún hefur náð á stórmóti og eina skiptið sem hún hefur komist í úrslitin. "Í rauninni var þrettánda sætið á HM í fyrra betra en vonandi endurtek ég leikinn, kemst í úrslit og geri enn betur. Fyrsta markmiðið er þó að komast í úrslitin," segir Ásdís sem hefur tekið þátt í mótum beggja megin Atlantshafsins í sumar og er sátt við gang mála í undirbúningnum fyrir aðalmót ársins sem eru Ólympíuleikarnir í London.Á fleygiferð út um allt í sumar "Ég er búin að vera á fleygiferð út um allt í sumar," segir Ásdís sem æfði þó heima í tvær vikur fyrir EM. "Maður þarf að fara vel með sig en þetta tekur auðvitað á," segir Ásdís um flakkið en hún hefur keppt í Lettlandi, Brasilíu og Bandaríkjunum á síðasta mánuði. "Það skiptir miklu máli að komast út að keppa. Þó að það sé kaldhæðnislegt að segja það núna þá er yfirleitt ekki aðstaðan til að keppa mjög góð heima. Núna erum við komin hingað til Helsinki og það er kaldara en heima og auk þess rigning," segir Ásdís en hvernig hefur gengið í sumar? "Það gekk ekki alveg nógu vel í Brasilíu þar sem tækniatriði voru að stríða mér. Ég náði að laga það og er í rauninni á fínum stað miðað við Ólympíuleikana. Ég var ekki að stíla inn á það að toppa á þessum tíma og það var fínt að kasta yfir 58 metra á tveimur mótum í röð," segir Ásdís sem náði besta kasti sínu í ár þegar hún kastaði 58,72 metra á Demantamóti í New York.Orðin algjör reynslubolti Ásdís er að leiðinni á sitt sjötta stórmót og var líka með á EM í Gautaborg 2006 og EM í Barcelona 2010. "Ég er orðin algjör reynslubolti," segir Ásdís hlæjandi og bætti við: "Þetta snýst um að hafa hausinn í lagi og ná að kasta vel. Þetta eru bara þrjú köst og það þarf því allt að ganga upp," segir Ásdís en fyrir tveimur árum tryggði hún sér sæti í úrslitunum í þriðja og síðasta kastinu. "Ég var ekki að sætta mig við að komast ekki í úrslit síðast og þrjóskan skilaði sér í síðasta kastinu. Ég er bara bjartsýn á þetta og ef ég er að fara að kasta eins og ég er búin að vera að kasta á æfingum þá á þetta eftir að ganga vel," segir Ásdís. Hún viðurkennir það samt alveg að sumarið snúist aðallega um Ólympíuleikana í London.Fínn undirbúningur fyrir ÓL "Þetta er rosalega fínn undirbúningur fyrir mig því það er gott að vera búin að fara í gegnum þetta stórmótaferli einum og hálfum mánuði fyrir leikana. Það er mikilvægt. Það gaf mér líka rosalega mikið í fyrra að kasta vel á HM. Það yrði mjög gott fyrir sjálfstraustið að kasta vel hérna," segir Ásdís. Ásdís vill ekki gera of mikið úr áhyggjum sínum af rigningunni en það er ljóst að hún getur haft slæm áhrif. "Ég hef runnið og dottið á brautinni og það gerðist einmitt í upphituninni fyrir úrslitin á EM síðast. Þá flaug ég á hausinn af því að það var pollur á brautinni," segir Ásdís og bætir við: "Ég er ekkert að velta mér upp úr því hvernig veðrið verður. Ég ætla að hugsa um þau tækniatriði sem ég ætla að einbeita mér að og er að koma hingað til að kasta vel. Ef ég geri það þá kasta ég langt," sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Sjá meira