Signý: Atvinnumennskan ekki heillandi Sigurður Elvar Þórólfsson í Leirdalnum skrifar 24. júní 2012 18:02 Þrjár efstu í kvennaflokki í dag. mynd/seth Signý Arnórsdóttir úr Keili fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í holukeppni á ferlinum í dag með 2/1 sigri gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur sem er einnig er úr Keili. „Þessi úrslitaleikur var spennandi en ég hafði kannski aðeins meiri keppnisreynslu þarna undir lokin. Það er miklu meiri breidd í kvennagolfinu en áður og margir sem geta unnið mótin," sagði Signý en hún ætlar að flýta sér hægt hvað varðar atvinnumennskudraumana. „Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera, en mér finnst ekki heillandi að reyna við atvinnumennskuna ef það er eintómt fjárhagslegt basl." Kærasti Signýjar, Sævar Ingi Sigurgeirsson, er aðstoðarmaður hennar á öllum mótum og það ber lítið á ósætti þeirra á milli á meðan keppni stendur. „Hann stendur sig vel, mjög vel, Sævar er rétt að byrja í golfinu og á mikið inni. Hann er miklu spenntari og stressaðri en ég á meðan mótin fara fram. En við erum bara fín saman í þessu," sagði Signý. Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Signý Arnórsdóttir úr Keili fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í holukeppni á ferlinum í dag með 2/1 sigri gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur sem er einnig er úr Keili. „Þessi úrslitaleikur var spennandi en ég hafði kannski aðeins meiri keppnisreynslu þarna undir lokin. Það er miklu meiri breidd í kvennagolfinu en áður og margir sem geta unnið mótin," sagði Signý en hún ætlar að flýta sér hægt hvað varðar atvinnumennskudraumana. „Ég veit ekki alveg hvað ég ætla að gera, en mér finnst ekki heillandi að reyna við atvinnumennskuna ef það er eintómt fjárhagslegt basl." Kærasti Signýjar, Sævar Ingi Sigurgeirsson, er aðstoðarmaður hennar á öllum mótum og það ber lítið á ósætti þeirra á milli á meðan keppni stendur. „Hann stendur sig vel, mjög vel, Sævar er rétt að byrja í golfinu og á mikið inni. Hann er miklu spenntari og stressaðri en ég á meðan mótin fara fram. En við erum bara fín saman í þessu," sagði Signý.
Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira