Fótbolti

Tapið gegn Chelsea situr enn í Messi

Argentínumaðurinn ótrúlegi, Lionel Messi, segist enn eiga mikið eftir ólært í knattspyrnufræðunum og að hann eigi enn eftir að ná sína allra besta fram.

Messi segir enn fremur að hann njóti þess í botn að spila og dagurinn sem hann hætti að hafa gaman af boltanum sé dagurinn sem hann hætti.

"Fótbolti er leikur og ég reyni að hafa gaman á vellinum. Ég spila fótbolta vegna þess að mér finnst það gaman enda hætti ég þegar það verður leiðinlegt að spila," sagði Messi og bætir við að leikurinn hafi mikið breyst.

"Nú spila lið meira upp á úrslit en að spila góðan fótbolta. Það vantar fleiri leikmenn sem hafa ástríðu fyrir góðum fótbolta."

Þó svo Messi hafi verið hreint ótrúlegur síðustu ár segir hann að meira sé á leiðinni.

"Ég er að spila með einu besta liði sögunnar. Ég er mjög þakklátur fyrir allt sem ég hef náð að afreka. Ég vil líka vaxa og þroskast sem leikmaður. Ég á enn mikið eftir ólært.

"Ég er aldrei að leika neitt. Ég er bara eins og ég er. Ég er bara 24 ára gamall."

Þó svo gleðistundirnar á ferli Messi séu margar þá hefur stundum gefið á bátinn líkt og á síðasta tímabili er Barcelona datt út úr Meistaradeildinni gegn Chelsea. Messi klúðraði mikilvægri vítaspyrnu í síðari leiknum.

"Mér líður enn illa yfir því. Ég er reiður út í sjálfan mig því ég vissi að ég væri með leikinn í mínum höndum. Þetta er samt í fortíðinni en þetta var erfið stund sem ég hugsa enn um."

Argentínumaðurinn ótrúlegi, Lionel Messi, segist enn

eiga mikið eftir ólært í knattspyrnufræðunum og að

hann eigi enn eftir að ná sína allra besta fram.

Messi segir enn fremur að hann njóti þess í botn að

spila og dagurinn sem hann hætti að hafa gaman af

boltanum sé dagurinn sem hann hætti.

"Fótbolti er leikur og ég reyni að hafa gaman á

vellinum. Ég spila fótbolta vegna þess að mér finnst

það gaman enda hætti ég þegar það verður leiðinlegt að

spila," sagði Messi og bætir við að leikurinn hafi

mikið breyst.

"Nú spila lið meira upp á úrslit en að spila góðan

fótbolta. Það vantar fleiri leikmenn sem hafa ástríðu

fyrir góðum fótbolta."

Þó svo Messi hafi verið hreint ótrúlegur síðustu ár

segir hann að meira sé á leiðinni.

"Ég er að spila með einu besta liði sögunnar. Ég er

mjög þakklátur fyrir allt sem ég hef náð að afreka. Ég

vil líka vaxa og þroskast sem leikmaður. Ég á enn

mikið eftir ólært.

"Ég er aldrei að leika neitt. Ég er bara eins og ég

er. Ég er bara 24 ára gamall."

Þó svo gleðistundirnar á ferli Messi séu margar þá

hefur stundum gefið á bátinn líkt og á síðasta

tímabili er Barcelona datt út úr Meistaradeildinni

gegn Chelsea. Messi klúðraði mikilvægri vítaspyrnu í

síðari leiknum.

"Mér líður enn illa yfir því. Ég er reiður út í

sjálfan mig því ég vissi að ég væri með leikinn í

mínum höndum. Þetta er samt í fortíðinni en þetta var

erfið stund sem ég hugsa enn um."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×