Zlatan Ibrahimovic fær treyju númer tíu hjá AC Milan á næsta tímabili en þetta kom í ljós á kveðjublaðamannafundi Clarence Seedorf í dag. Seedorf hefur verið í tíunni hjá AC Milan undanfarin ár en hollenski miðjumaðurinn tilkynnti í dag að hann væri á förum eftir heilan áratug hjá ítalska félaginu.
Zlatan spilaði númer tíu með sænska landsliðinu á Evrópumótinu og skoraði meðal annars frábært mark í lokaleiknum á móti Frökkum. Hann hefur undanfarin tvö tímabil spilað númer 11 hjá AC Milan.
„Ég bað aldrei um að fá tíuna en erfði hana frá Manuel Rui Costa. Ég hef talað við Ibra og sagði honum að ég yrði mjög ánægður ef hann tæki við tíunni. Hann á það skilið," sagði Clarence Seedorf á blaðamannafundinum í kjölfarið á því að Adrianio Galliani, varaforseti AC Milan, tilkynnti að Zlatan fengi tíuna.
Zlatan Ibrahimovic hefur ekki spilað í tíunni með félagsliðum sínum. Hann var númer 9 há Ajax, Juventus og Barcaelona og lék í treyju númer 8 hjá Internazionale.
Zlatan fær tíuna hjá AC Milan á næsta tímabili
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti

Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Bikarævintýri Fram heldur áfram
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
