Margét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið þegar liðið vann 10-0 sigur í Búlgaríu í dag. Margrét Lára er þar með búin að skora 66 mörk í 82 landsleikjum.
„Þetta er frábært og sýnir það bara að við vorum allar stemmdar og tilbúnar í leikinn. Við erum rosalega einbeittar á það sem við erum að gera. Við ætlum okkur áfram og að vinna þennan riðil. Hver einasti leikmaður í liðinu sýndi það í dag, hvort sem hann kom inn á eða byrjaði leikinn. Það stóðu sig allar frábærlega vel," sagði Margrét Lára.
„Við vorum með þægilega stöðu í hálfleik, 3-0 yfir. Við ætluðum bara að keyra á þær og keyra yfir þær í seinni hálfleiknum enda í miklu betra formi en Búlgarirnir. Við létum það ekki hafa áhrif á okkur að við værum að spila í 35 stiga hita heldur héldum út leikinn. Við erum að skora reglulega allan seinni hálfleikinn," sagði Margrét Lára.
„Við gátum leyft okkur það að skipta þeim út sem voru á spjaldi. Við þurfum á okkar allra sterkustu leikmönnum að halda í haust og erum rosalega sáttar með það að það fékk enginn gult spjald sem mátti ekki fá gult spjald. Við getum því allar verið klárar í haust," sagði Margrét Lára en lokaleikir íslenska liðsins er á móti Norður-Írlandi og Noregi í september.
Margrét Lára: Við ætlum okkur að vinna þennan riðil
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn






Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti

Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
