Kobayashi og Maldonado þurfa að borga 5,5 milljónir í sekt Birgir Þór Harðarson skrifar 9. júlí 2012 17:00 Maldonado í kröppum dansi á Silverstone. nordicphotos/afp Pastor Maldonado og Kamui Kobayashi hafa verið sektaðir fyrir óhöpp sín í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Þeir aka fyrir Williams og Sauber. Maldonado ók inn í hlið Sergio Perez hjá Sauber með þeim afleiðingum að Perez þurfti að hætta keppni. Maldonado gat haldið áfram en var langt frá því að halda sama hraða og hann hafði fyrir óhappið. Williams-ökuþórinn segist einfaldlega hafa misst stjórn á bílnum inn í Brooklands-beygjuna. Þess vegna ók hann inn í hlið Perez. Dómarar eru hins vegar sannfærðir um að Maldonado hafi bremsað of hægt og þannig stofnað sér og keppinauti sínum í hættu. Fyrir þetta atvik þarf Maldonado að greiða 10.000 evrur. Það jafngildir rúmlega 1,5 milljónum íslenskra króna. Kamui Kobayashi var sektaður um heldur meira, eða 25.000 evrur. Það jafngildir tæplega fjórum milljónum íslenskra króna. Kamui ók niður þrjá vélvirkja þegar hann kom inn á þjónustusvæðið til að taka viðgerðarhlé. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir, aðeins lemstraðir eftir byltuna. Dómarar segja hann hafa bremsað of seint fyrir boxið og því komið of hratt að. Kamui viðurkennir það en segist ekki hafa getað stýrt bílnum því framhjólin voru bæði læst. Því fór sem fór. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pastor Maldonado og Kamui Kobayashi hafa verið sektaðir fyrir óhöpp sín í breska kappakstrinum á Silverstone í gær. Þeir aka fyrir Williams og Sauber. Maldonado ók inn í hlið Sergio Perez hjá Sauber með þeim afleiðingum að Perez þurfti að hætta keppni. Maldonado gat haldið áfram en var langt frá því að halda sama hraða og hann hafði fyrir óhappið. Williams-ökuþórinn segist einfaldlega hafa misst stjórn á bílnum inn í Brooklands-beygjuna. Þess vegna ók hann inn í hlið Perez. Dómarar eru hins vegar sannfærðir um að Maldonado hafi bremsað of hægt og þannig stofnað sér og keppinauti sínum í hættu. Fyrir þetta atvik þarf Maldonado að greiða 10.000 evrur. Það jafngildir rúmlega 1,5 milljónum íslenskra króna. Kamui Kobayashi var sektaður um heldur meira, eða 25.000 evrur. Það jafngildir tæplega fjórum milljónum íslenskra króna. Kamui ók niður þrjá vélvirkja þegar hann kom inn á þjónustusvæðið til að taka viðgerðarhlé. Þeir eru ekki alvarlega slasaðir, aðeins lemstraðir eftir byltuna. Dómarar segja hann hafa bremsað of seint fyrir boxið og því komið of hratt að. Kamui viðurkennir það en segist ekki hafa getað stýrt bílnum því framhjólin voru bæði læst. Því fór sem fór.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira