Choi Na-yeon vann í kvöld sigur á opna bandaríska meistaramótinu í golfi kvenna sem fór fram í Wisconsin-fylki um helgina. Þetta er hennar fyrsti sigur á stórmóti.
Choi vann með fjögurra högga mun en lenti í miklum vandræðum á tíundu þar sem hún fékk þrefaldan skolla. Hún náði þó sér aftur á strik og spilaði á einu höggi yfir pari í dag. Samtals spilaði hún á 281 höggi eða sjö undir pari.
Choi er sjötta konan frá Suður-Kóreu sem vinnur Opna bandaríska mótið frá upphafi og sú fimmta á síðustu átta árum.
Amy Yang, landa hennar, varð í öðru sæti.
Choi fagnaði sigri á Opna bandaríska
