
Veiði
Sautján punda urriði dreginn úr Þingvallavatni

Sannkallaður boltaurriði veiddist í Þingvallavatni í dag. Skeyti um þetta barst frá veiðimanninum. "Fékk þennan urriða á Þingvöllum í dag. Hann vigtaði 17 pund," segir í skeyti Konráðs Guðmundssonar. Fiskurinn var 79 sentímetrar. Kveðst Konráð hafa verið rúman hálftíma að landa urriðanum með Winston stöng, línu númer 4 og 8 punda taum. Aðstoðarmaður hans hafi verið Guðrún Guðnadóttir.