Fótbolti

Spánverjar án Thiago í London

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Thiago varð 21. árs gamall í apríl.
Thiago varð 21. árs gamall í apríl. Nordicphotos/Getty
Spænska Ólympíulandsliðið í knattspyrnu varð fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðjumaðurinn Thiago Alcantara, liðsmaður Barcelona, missir af leikunum í London vegna meiðsla á sköflungi.

Barcelona greindi frá stöðu mála hjá liðsmanni sínum í dag á Twitter. Þar kom fram að Thiago hefði ekki náð nægum bata til þess að leika með Spánverjum í London.

Spánverjar leika í D-riðli Ólympíuleikanna ásamt Japan, Hondúras og Marokkó. Landslið þeirra varð Ólympíumeistari á heimavelli í Barcelona árið 1992.

Thiago var lykilmaður í U21 árs landsliði Spánverja sem vann Evrópumeistaratitilinn í Danmörku síðastliðið sumar. Hann skoraði síðara mark Spánverja í úrslitaleiknum gegn Sviss með mögnuðu skoti af 45 metra færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×