Fótbolti

Pele segir 1970-lið Brasilíu betra en spænska landsliðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Það þarf sjaldnast að snúa upp á handlegginn á knattspyrnugoðsögninni Pele til þess að fá hann til að segja skoðun sína á hlutunum. Nú hefur sá brasilíski sagt heimsmeistaralið Brasilíu frá 1970 betra en nýkrýnt Evrópumeistaralið Spánverja.

„Á meðan verið er að bera landslið saman við 1970 liðið er það vegna þess að 1970 liðið er betra. 1970 liðið setur skalann," segir Pele sem var lykilmaður í liðinu sem varð heimsmeistari í Mexíkó eftir 4-1 upprúllun á Ítölum í úrslitaleik.

Auk Pele spiluðu Rivellino, Gerson, Tosto, Jairzinho auk Carlos Alberto með liðinu sem Pele segir að hafi haft á að skipa betri leikmönnum en hið spænska.

„Ef litið er á einstaklingana voru mun fleiri frábæri leikmenn í okkar liði en Spánar sem hefur tvo til þrjá frábæra leikmenn," segir Pele sem hrósar þó spænska landsliðinu í hástert.

„Spænska landsliðið í dag er án nokkurs vafa það lið sem ég hef haft mest gaman af að fylgjast með síðustu tvo áratuga."

Spánverjar vörðu sem kunnugt er Evrópumeistaratitil sinn á dögunum fyrst landsliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×