Svartá og Tungufljót opna - góður júní í Skjálfandafljóti 3. júlí 2012 11:03 Meðalþyngd laxa í Svartá er um 8 pund og veiðisvæðið er um 25 kílómetra lang. Mynd / Lax-á Ellefu laxar komu á land í Svartá í Svartárdal í fyrradag en þá opnaði áin. Á vefsíðu Lax-á segir að laxinn hafi greinilega verið löngu kominn í ána. Laxarnir veiddust nokkuð víða eða allt frá Bakkahyl, sem er frekar ofarlega í ánni, og niður í Ármót en þar sameinast Svartá Blöndu. Staðir eins og Bakkahylur, Brúnarhylur, Krókeyrarhylur, Kringla og Ármót voru einnig að gefa en flestir komu þó á land í Kringlunni eða fjórir alls. "Þetta er ein allra besta byrjun sem við munum eftir í Svartá, en þetta kemur ekkert á óvart miðað við laxgengd á svæðinu," segir á vef Lax-á.Opnun í Tungufljóti Tveir laxar veiddust í opnuninni í Tungufljóti á sunnudaginn og auk þess misstu veiðimenn tvo. Á vef Lax-á, segir að aðeins hafi verið veitt í sex klukkustundir þennan fyrsta veiðidag sumarsins í ánni og því séu menn nokkuð sáttir við árangurinn. Laxarnir veiddust í Faxa og tóku báðir Black & blue túbur – litlar og óþyngdar.Góður júní Skjálfandafljóti Alls veiddust 45 laxar í Skjálfandafljóti í júní en áin opnaði þann 18. þess mánaðar. "Hafa Barnafells svæðið og Austurbakki Efri verið að skila flestum löxunum enda mest ástundað það sem af er tímabilinu. Samkvæmt okkar heimildum er þetta með betri júní mánuðum í fljótinu en nóg virðist vera af laxi í ánni," segir á vef Lax-á. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Norðurá opnar á morgun Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Veiðivötn opna eftir tvær vikur en mikill snjór er enn á svæðinu Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði
Ellefu laxar komu á land í Svartá í Svartárdal í fyrradag en þá opnaði áin. Á vefsíðu Lax-á segir að laxinn hafi greinilega verið löngu kominn í ána. Laxarnir veiddust nokkuð víða eða allt frá Bakkahyl, sem er frekar ofarlega í ánni, og niður í Ármót en þar sameinast Svartá Blöndu. Staðir eins og Bakkahylur, Brúnarhylur, Krókeyrarhylur, Kringla og Ármót voru einnig að gefa en flestir komu þó á land í Kringlunni eða fjórir alls. "Þetta er ein allra besta byrjun sem við munum eftir í Svartá, en þetta kemur ekkert á óvart miðað við laxgengd á svæðinu," segir á vef Lax-á.Opnun í Tungufljóti Tveir laxar veiddust í opnuninni í Tungufljóti á sunnudaginn og auk þess misstu veiðimenn tvo. Á vef Lax-á, segir að aðeins hafi verið veitt í sex klukkustundir þennan fyrsta veiðidag sumarsins í ánni og því séu menn nokkuð sáttir við árangurinn. Laxarnir veiddust í Faxa og tóku báðir Black & blue túbur – litlar og óþyngdar.Góður júní Skjálfandafljóti Alls veiddust 45 laxar í Skjálfandafljóti í júní en áin opnaði þann 18. þess mánaðar. "Hafa Barnafells svæðið og Austurbakki Efri verið að skila flestum löxunum enda mest ástundað það sem af er tímabilinu. Samkvæmt okkar heimildum er þetta með betri júní mánuðum í fljótinu en nóg virðist vera af laxi í ánni," segir á vef Lax-á. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Norðurá opnar á morgun Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Flott svæði og fallegir urriðar Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins er um helgina Veiði Veiðivötn opna eftir tvær vikur en mikill snjór er enn á svæðinu Veiði Opið hús hjá SVFR á föstudagskvöld Veiði