Efsta kona heimslistans í tennis, Maria Sharapova, er úr leik á Wimbledon-mótinu í tennis eftir að hafa tapað óvænt fyrir Sabine Lisicki frá Þýskalandi, 6-4 og 6-3.
Sharapova bar sigur úr býtum á Opna franska meistaramótinu í síðasta mánuði og stefndi að því að verða fyrsta konan síðan 2002 til að vinna bæði Opna franska og Wimbledon á sama árinu.
Kim Clijsters frá Belgíu gaf það út fyrir keppnistímabilið að það yrði það síðasta og hefur hún því leikið sinn síðasta leik á Wimbledon. Hún tapaði einnig fyrir þýskri stúlku, Angelique Kerber.
Clijsters mun leggja spaðan á hilluna eftir opna bandaríska meistaramótið í september. Kerber hafði öruggan sigur í dag, 6-1 og 6-1.
Aðeins tvær viðureignir eru eftir í 16-manna úrslitum einliðaleiks kvenna en fyrr í dag hafði Serena Williams betur gegn Yaroslava Shvedova frá Kasakstan, 6-1, 2-6 og 7-5.
Í karlaflokki varð Roger Federer fyrstur til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum einsliðaleiks karla. Hann hafði betur gegn Xavier Malisse frá Belgíu, 7-6, 6-1, 4-6 og 6-3.
Sharapova og Clijsters úr leik | Federer áfram
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti

Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn



