Handbolti

Alexander spenntari nú en 2008

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Stefán
Óhætt er að segja að Alexander Petersson sé spenntur fyrir Ólympíuleikunum sem hefjast í London eftir slétta viku.

„Ég hlakka meira til þessara leika en þeirra síðustu. Nú hefur maður farið á Ólympíuleika og vill gera betur en síðast," segir Alexander metnaðarfullur enda árangur íslenska liðsins fyrir fjórum árum frábær.

Alexander hefur glímt við meiðsli í öxl en segir hana vera í góðu lagi.

„Ólafur (Stefánsson) er líka í svo góðu formi að ég þarf ekki að gera svo mikið," segir Alexander léttur en búast má við því að hann muni spila töluvert í hægra horninu á leikunum enda er enginn hægri hornamaður í liðinu.

„Það verður erfitt. Ég hef ekkert spilað í horninu í tvö ár. Við skorum ekki mikið af mörkum úr hornum. Það er frekar úr hraðaupphlaupum sem er allt í lagi. Við Geiri (Ásgeir Örn Hallgrímsson) og kannski Óli leysum þetta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×