Clarke á titil að verja en Tiger þykir líklegastur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. júlí 2012 08:00 Norður-Írinn Darren Clarke sló á létta strengi með blaðamönnum í vikunni. Nordicphotos/Getty Opna breska meistaramótið í golfi hefst í dag og að þessu sinni fer þetta stórmót fram á Royal Lytham & Annes vellinum á Englandi. Samkvæmt venju fer mótið fram á strandvelli eða "linksvelli" og er þetta í 141. skipti sem mótið fer fram. Að venju verður bandaríski kylfingurinn Tiger Woods í kastljósinu en hann er næst sigursælasti kylfingur allra tíma þegar kemur að sigrum á stórmótum. Tiger hefur sigrað á 14 stórmótum en Jack Nicklaus á metið - alls 18 sigrar á stórmótum. Stórmótin fjögur sem fram fara á hverju ári eru; The Masters, opna bandaríska meistaramótið, opna breska meistaramótið og PGA meistaramótið. Aðstæður á Royal Lytham & Annes verða erfiðar. Alls eru 206 sandglompur á vellinum og búið er að breyta einni par holu í par 4, án þess að brautin hafi verið stytt. Par vallarins er því 70 en ekki 71 og upphafsholan er par 3, sem er ekki algengt. Eftir gríðarlega úrkomu á vestur-strönd Englands í sumar er karginn utan brautar þéttur sem aldrei fyrr og Woods sagði eftir fyrsta æfingahringinn að það væri varla hægt að slá úr grasinu utan brautar á vissum stöðum á vellinum. Á móti kemur að brautirnar eru mýkri en áður og kylfingar ættu að ná að stöðva boltann þar sem þeir ætla sér að láta hann stoppa. Darren Clarke hefur titil að verja á mótinu en Norður-Írinn kom flestum á óvart í fyrra þegar hann landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti. Tiger Woods hefur ekki sigrað á stórmóti frá árinu 2008 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótiu. Hann hefur þrívegis sigrað á opna breska meistaramótinu, 2000, 2005 og 2006. Woods á góðar minningar frá þessum velli en hann lék á 66 höggum árið 1996 á öðrum keppnisdegi opna breska meistaramótsins og á þeim tíma var Wood enn áhugakylfingur. Hann endaði í 25. sæti þegar mótið fór fram á þessum velli árið 2001. "Ég mun reyna að koma mér í aðstöðu tl þes að sigra, ég trúi því að ef ég kem mér nógu oft í slíka aðstöðu þá mun ég standa uppi sem sigurvegari á stórmóti á ný," sagði Woods við fréttamenn í gær þar sem hann var spurður að því hvort hann ætti eftir að landa sigri á stórmóti á ný. Woods hefur sýnt fína takta á þessu ári en hann hefur sigrað á þremur PGA mótum nú þegar eftir að hafa farið í gegnum tvö ár án sigurs. Samkvæmt breskum veðbönkum eru mestar líkur á því að Tiger Woods landi sigrinum. Aðrir sem koma sterklega til greina eru; Lee Westwood (England), Padraig Harrington (Írland), Luke Donald (England), Rory McIlroy (Norður-Írland), Justin Rose (England), Graeme McDowell (Norður-Írland). Golf Tengdar fréttir Phil Mickelson á enn eftir að landa sigri á opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur á undanförnum tveimur áratugum verið í fremstu röð í heiminum en hann á enn eftir að ná þeim áfanga að landa sigri á opna breska meistaramótinu. Mickelson hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu, einu sinni á PGA meistaramótinu auk 40 sigra á PGA mótaröðinni. 18. júlí 2012 10:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Opna breska meistaramótið í golfi hefst í dag og að þessu sinni fer þetta stórmót fram á Royal Lytham & Annes vellinum á Englandi. Samkvæmt venju fer mótið fram á strandvelli eða "linksvelli" og er þetta í 141. skipti sem mótið fer fram. Að venju verður bandaríski kylfingurinn Tiger Woods í kastljósinu en hann er næst sigursælasti kylfingur allra tíma þegar kemur að sigrum á stórmótum. Tiger hefur sigrað á 14 stórmótum en Jack Nicklaus á metið - alls 18 sigrar á stórmótum. Stórmótin fjögur sem fram fara á hverju ári eru; The Masters, opna bandaríska meistaramótið, opna breska meistaramótið og PGA meistaramótið. Aðstæður á Royal Lytham & Annes verða erfiðar. Alls eru 206 sandglompur á vellinum og búið er að breyta einni par holu í par 4, án þess að brautin hafi verið stytt. Par vallarins er því 70 en ekki 71 og upphafsholan er par 3, sem er ekki algengt. Eftir gríðarlega úrkomu á vestur-strönd Englands í sumar er karginn utan brautar þéttur sem aldrei fyrr og Woods sagði eftir fyrsta æfingahringinn að það væri varla hægt að slá úr grasinu utan brautar á vissum stöðum á vellinum. Á móti kemur að brautirnar eru mýkri en áður og kylfingar ættu að ná að stöðva boltann þar sem þeir ætla sér að láta hann stoppa. Darren Clarke hefur titil að verja á mótinu en Norður-Írinn kom flestum á óvart í fyrra þegar hann landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti. Tiger Woods hefur ekki sigrað á stórmóti frá árinu 2008 þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á opna bandaríska meistaramótiu. Hann hefur þrívegis sigrað á opna breska meistaramótinu, 2000, 2005 og 2006. Woods á góðar minningar frá þessum velli en hann lék á 66 höggum árið 1996 á öðrum keppnisdegi opna breska meistaramótsins og á þeim tíma var Wood enn áhugakylfingur. Hann endaði í 25. sæti þegar mótið fór fram á þessum velli árið 2001. "Ég mun reyna að koma mér í aðstöðu tl þes að sigra, ég trúi því að ef ég kem mér nógu oft í slíka aðstöðu þá mun ég standa uppi sem sigurvegari á stórmóti á ný," sagði Woods við fréttamenn í gær þar sem hann var spurður að því hvort hann ætti eftir að landa sigri á stórmóti á ný. Woods hefur sýnt fína takta á þessu ári en hann hefur sigrað á þremur PGA mótum nú þegar eftir að hafa farið í gegnum tvö ár án sigurs. Samkvæmt breskum veðbönkum eru mestar líkur á því að Tiger Woods landi sigrinum. Aðrir sem koma sterklega til greina eru; Lee Westwood (England), Padraig Harrington (Írland), Luke Donald (England), Rory McIlroy (Norður-Írland), Justin Rose (England), Graeme McDowell (Norður-Írland).
Golf Tengdar fréttir Phil Mickelson á enn eftir að landa sigri á opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur á undanförnum tveimur áratugum verið í fremstu röð í heiminum en hann á enn eftir að ná þeim áfanga að landa sigri á opna breska meistaramótinu. Mickelson hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu, einu sinni á PGA meistaramótinu auk 40 sigra á PGA mótaröðinni. 18. júlí 2012 10:00 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Phil Mickelson á enn eftir að landa sigri á opna breska Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur á undanförnum tveimur áratugum verið í fremstu röð í heiminum en hann á enn eftir að ná þeim áfanga að landa sigri á opna breska meistaramótinu. Mickelson hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu, einu sinni á PGA meistaramótinu auk 40 sigra á PGA mótaröðinni. 18. júlí 2012 10:00