Laugavegshlaupið fór fram í dag en þá er hlaupið frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk. Sigurvegarar dagsins settu báðir brautarmet.
Björn Margeirsson en hann kom í mark á 4:19,55 og bætti þar með met Þorbergs Inga Jónssonar frá 2009. Það var 4:20,32.
Friðleifur K. Kristjánsson varð annar í mark á 4:24,03 og Helgi Júlíusson varð þriðji á 4:39,25.
Skotinn Angela Mudge vann í kvennaflokki en hún hljóp á 5:00,55 og sló þar með met Helenu Ólafsdóttur frá 2009 er hún hljóp á 5:21,12.
